Fundargerð

7. fundur  Menningarnefndar  haldinn í Pálsstofu í Hvolnum, þriðjudaginn 10.júlí 2012 kl:17.00 
Mættir: Gunnhildi Þ. Jónsdóttur, Margréti Tryggvadóttur og Helga Guðrún Lárusdóttir.

Gunnhildur Þ. Jónsdóttir stjórnaði fundinum.
Helga Guðrún Lárusdóttir ritaði fundargerð. 

Mál á dagskrá

1.Kjötsúpuhátíð 2012

Dagskrá síðust hátíðar rædd og farið yfir breytingar fyrir næstu hátíð.  Ákveðið að auglýsa eftir vönu sem og nýju fólki sem tilbúið er til að vinna að hátíðinni. 

2.Formannaskipti innan nefndarinnar.

Nefndin samþykkir það samhljóða að formannskipti fari fram innan nefndarinnar, Margrét Tryggvadóttir tekur við af Gunnhildi Þ. Jónsdóttur. 


Ekki fleira rætt og fundi slitið kl. 18:30