Fundargerð

22. fundur í menningarnefnd Rangárþings eystra, haldinn þriðjudaginn 14. ágúst 2018, kl. 16:00 á sveitarstjórnarskrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4, Hvolsvelli. 

Mættir: Harpa Mjöll Kjartansdóttir, Guri Hilstad Ólason, Lea Birna Lárusdóttir, Friðrik Erlingsson, Árný Lára Karvelsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi og Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri. Magnús Benónýsson boðaði forföll og í hans stað er mætt Sara Ástþórsdóttir.

Anton Kári Halldórsson setur fund og býður nefndarmenn velkomna. 

Dagskrá:
1.Kosning formanns, varaformanns og ritara.
2.Sögusetrið: Hugmyndir Björns G. Björnssonar, hönnuðar.
3.Kjötsúpuhátíðin 2018.
4.Önnur mál.

1.Kosning formanns, varaformanns og ritara. 
Lögð fram tillaga um að Harpa Mjöll Kjartansdóttir verði kosin formaður nefndarinnar, Guri Hilstad Ólason varaformaður og Árný Lára Karvelsdóttir ritari. 

2.Sögusetrið: Hugmyndir Björns G. Björnssonar, hönnuðar.  
Hugmyndir Björns ræddar og málefni söguseturs rædd á breiðum grunni. Menningarnefnd er sammála um að Njáurefillinn verði stærsti sýningargripur setursins á næstunni og því verði að huga að breytingum og endurbótum í setrinu með það að leiðarljósi.  Menningarnefnd leggur til að Fagráð Sögusetursins fái hugmyndir Björns til umfjöllunar á fyrsta fundi sínum á þessu kjörtímabili.  

3.Kjötsúpuhátíð 2018
Bergsveinn Theodórsson kemur á fundinn undir þessum lið og fer yfir Kjötsúpuhátíðina í ár. Dagskrá hátíðar rædd og er hún með hefðbundnum hætti. Umræður um aldurstakmark á Kjötsúpuhátíðarballi og ákveðið að halda því við 20 ára, miðað við að árið gildi. Fundarmenn sammála um að hátíðin sé í góðum farveg. 
Menningarnefnd leggur til að Ungmennaráði sé falið að ræða möguleika á viðburðum og/ eða uppákomum fyrir aldurshópinn 16 – 19 ára í tengslum við Kjötsúpuhátíð.

4.Önnur mál
Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir tónleikaröðinni sem Midgard Base Camp hefur skipulagt sem og þeim tónleikum sem LAVA centre hefur boðið upp á. Þetta er mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið.

Menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að haldið verði áfram með þær umræður sem fóru af stað í maí og júní 2017 um að fá afsteypu af höggmynd Nínu Sæmundsson, Spirit of Achivement. Sbr. bréfasamskipti við forsvarsmenn Waldorf Astoria og Hlyn Guðjónsson hjá íslenska sendiráðinu í New York.

Sveitarlistamaður Rangárþings eystra: Ákveðið að auglýsa eftir tilnefningum vegna Sveitarlistamanns Rangárþings eystra 2018 með síðasta skiladag á tilnefningu fyrir hádegi þann 28.8.2018.

Rætt um þá hugmynd að skrásetja þyrfti sögu eldri húsa í sveitarfélaginu og leita eftir styrkjum við að merkja húsin með skiltum/plöttum.

Menningarnefnd ákveður að funda að jafnaði á sex vikna fresti.


Fundi slitið kl. 18:34