Menningarnefndarfundur 9. ágúst 2017
Mættir voru: 
Arna Þöll Bjarnadóttir, Árný Lára Karvelsdóttir, Finnur Bjarki Tryggvason, Helga Guðrún Lárusdóttir, Margrét Tryggvadóttir,  Óli Jón Ólason.

Árný Lára lagði fyrir dagskrá Kjötsúpuhátíðar sem nefndarmönnum leist mjög vel á. 
Bæjarlistamaður tillögur: 
Margrét Tryggvadóttir var beðin um að víkja af fundi vegna þess að  Óli Jón Ólason kom með þá tillögu að leikfélag Austur Eyfellinga yrði útnefnt sem bæjarlistamaður/hópur 2017. Rökin voru þau að Leikfélagið hefur verið mjög virkt og hefur meðal annars sett upp leikritin Karsimommubærinn og  Önnu frá Stóru Borg. Leikhópurinn Glætan hefur verið með sýningar undafarin ár. Margrét Tryggvadóttir er aðal hvatamaður þessa leikfélags.
Tilllagan var samþykkt og Margrét kom aftur á fundinn.
Helga Guðrún kom með tillögu um að dómarar yru látnir vita hverjir hafa unnið skreytingakeppnina á Kjötsúpunni til þess að sama fólkið fengi ekki verðlaun ár eftir ár. Það væri letjandi fyrir hina sem eru að skreyta. 
Rætt var um að hafa súpukeppni og fá kokka til að labba á milli á föstudagskvöldið og smakka allar súpur og velja svo þá bestu. Keppendur myndu ekki fá að vita hverjijr væru dómarar   
SS á 110 ára afmæli og Árný ætlar að tala við þá ásamt Fiskás og Holtagarða um að gefa afslátt af kjöti/fiski/kjúklingi fyrir þá sem vilja vera með súpu.
Margar tillögur komu um lið í blautboltan engin niðurstaða fékkst.
Margrét Tryggvadóttir talaði um að við  yrðum aðeins að horfa aðeins út fyrir Hvolsvöll þegar velja á í lið og með annað til að ganga ekki framhjá neinum. 
Árný Lára hafði fengið fyrirspurn um hvort hægt væri að hafa matarvagn á hátíðinni. Nefndinni fannst það  ekki sniðugt .  Gott að foreldrar geti komið með börnin á þess að þurfa að punga út  pening.
Finnur Bjarki kom með tillögu að SS myndi bjóða upp á pylsur fyrir einhver félög að selja sér til styrktar t.d björgunarsveitir eða Dímon.  Árný ætlar að tala við þær og tala við SS.
Árný Lára talaði um að það vantaði eitt atriði á hátíðina og kom upp sú hugmynd að tala við Hringinn, kór eldri borgara og Árný Lára ætlar að gera það.
Umræða um að félög og hópar væru með kynningar um starfsemi sína í Hvolnum en tíminn er mjög stuttur.  Spurning um að sleppa því núna og byrja fyrr að kynna þetta á næsta ári. Hafa samband við félögin og fá svar um hvort þau vilji vera með á næstu hátíð og hugmyndir frá þeim.  Árný Lára ætlar að útvega netfangalista og senda kynningarbréf fyrir næstu Kjötsúpuhátíð
Finnur Bjarki vildi meina að það væri sniðugt að hafa listan með félögunum og hópunum á heimasíðunni fyrir fólk til að skoða hvað er í boði í sveitarfélaginu fyrir fólk sem hefði áhuga á að flytja hingað, því fólk leitar sér upplýsinga á heimasíðu sveitarfélagsins til að vita hvað er í boði. 
Finnur Bjarki spurði út í fjölmenningarhátíð hér á svæðinu það eru um 20 ár síðan hún var haldin síðast en talað var um að í dag væru 14%  erlendir íbúar á svæðinu. Það væri hægt að púsla því við 
mánaðarviðburðina okkar og allir hefðu gott af að fræðast um ALLA sem búa á svæðinu

Óli Jón talaði um viðburðina sem rætt var um á síðasta fundi hann hefur talað við Dimmu og Vinir Dóra 
Arna Þöll hafði  talaði um Heyðrík á Heygum og Arnar Pétursson en þeir eru tónlistarmenn sem væru jafnvel til í að koma. 
Margar hugmyndir komu um útfærslu á þessum viðburðum t.d. Kórakvöld í íþróttahúsinu, skoða að hafa vísnakvöld (bragakvöld), uppistand og fl.   Skoða hvort eitthvað sé hægt að gera i Lava, gera viðburðadagskrá snemma í haust og senda á öll heimili. 
Margrét Tryggvadóttir talaði um að Kvenfélagið ætli að vera með ball í október í Hvolnum og spurning um að hafa það einn af viðburðum menninganefndar
Næsti fundur ákveðinn 06.09. 2017 kl. 20 í Pálsstofu
Fundi slitið 21:15