19. fundur Menninganefndar 15. maí 2017
Fundur settur kl. 20:00 
Mættir voru: Árný Lára Karvelsdóttir, Óli Jón Ólason, Margrét Tryggvadóttir, Hildur Kristjánsdóttir og Arna Þöll Bjarnadóttir

Óli Jón Ólason kom með tilllögur að Menningarnefnd kæmi á fót ýmsum viðburðum í sveitarfélaginu ca. einu sinni í mánuði og yrðu þeir í hinum ýmsu fyrirtækjum í Rangárþingi eystra. Menningarnefnd myndi panta viðburðina, Sveitarfélagið myndi sjá um auglýsingar fyrir viðburðina en fyrirtækin fengju aðgangseyrinn. Nefndarmenn ætla að leggja heilann í bleyti fram í júní/júlí og koma með hugmyndir á næsta fundi. Í ágúst gæti verið komin mynd á þetta og þá myndi sveitarfélagið gefa út viðburðadagatal sem dreyft yrði í öll hús í sveitarfélaginu.

Hvolsvöllur.is var ræddur og var áhugi fyrir því að halda þeirri grillhátíð áfram og Menningarnefndin myndi skipuleggja hana.  Arna Þöll baðst undan því að vinna á hátíðinni en hún var tilbúin að veita upplýsingar um undirbúninginn. 

Margrét Tryggvadóttir kom með tillögu um að öll félög í sveitarfélaginu yrðu með kynningu á starfsemi sinni  í Hvolnum á laugardeginum á Kjötsúpuhátíðinni frá kl. 11:00  til 16:00. Félögin myndu koma öll saman og settir yrðu básar eða einherskonar aðstaða fyrir þau til að kynna starfsemi sína.
Kjötsúpuhátíðin var rædd og var almenn ánægja með að Bergsveinn Theodórsson myndi skipuleggja hana eins og í fyrra en Menningarnefnd var sammála um að aldurstakmarkið á ballið yrði aftur sett í 20 ár því að þá myndu fleiri sem væri yfir 30 koma á dansleikinn. 

Menningarnefndin fer þess á leit að sveitarstjórn eða þeir sem skipuleggja hátíðina með Bergsveini geri allt sem í þeirra valdi stendur til að halda aldurstakmarkinu í 20 ár. 
Gestir hátíðarinnar hafa talað um að þetta aldurstakmark geri það að verkum að fólk sem komið er yfir 30 ára vilji frekar koma á dansleikinn en ef aldurstakmarkið væri 18 ára. 

Ekki var fleira rætt á fundinum
Fundi slitið 21:30