Heilsu, íþrótta- og æskulýðsnefnd 33. Fundur  haldinn að Austurvegi, fundarsal sveitarfélagsins,  mánudaginn 24.sept. 17:00. Mætt voru:  Páll Eggertsson formaður, Sigurður Þór Þórhallsson, Anna Rún Einarsdóttir, Angelina Fjóla Vilhjálmsdóttir, Eyrún María Guðmundsdóttir og Ólafur Örn Oddsson íþrótta og æskulýðsfulltrúi sem ritaði fundargerð. Auk þess sátu undir fyrsta lið, Tinna Erlingsdóttir, Sandra Sif Úlfarsdóttir og Lárus Viðar Stefánsson, sem ráðgjafar. 

1.Heilsueflandi október í Rangárþingi eystra - Hugmyndavinna og skipulag.  Margar hugmyndir voru ræddar og var Ólafur beðinn um að kanna verð og möguleika fyrir næsta fund.
2.Reglugerð íþrótta og afrekssjóðs Rangþings Eystra- Ólafur Örn kynnti reglugerðina fyrir nefndarmönnum og var hann beðinn um að kynna íþrótta og afrekssjóðinn fyrir félögum í sveitarfélaginu.  
3.Opnunartími íþróttamiðstöðvarinnar- sjá fylgiskjal.  HÍÆ-nefnd leggur til að vetraropnun verði kl. 10:00-17:00 frá september og fram á vor. Til móts við útgjaldaaukningu myndi nefndin vilja skoða það að hafa lokað ákveðna helgidaga og eins taka verðskránna til skoðunar. 
Fundi slitið kl. 18:45.