- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
- Fréttir
Fundargerð 30. fundar fræðslunefndar Rangárþings eystra
Fundurinn var haldinn mánudaginn 11. apríl 2016 í Litla-sal, Félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli kl 16:30
Mættir voru: Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Tómas Grétar Gunnarsson, Heiða Björg Scheving, Christiane Bahner og Ragnheiður Kristjánsdóttir (varamaður Daníels Gunnarssonar sem boðaði forföll), Unnur Óskarsdóttir (fulltrúi starfsmanna Leikskólans Arkar), Pálína Björk Jónsdóttir (fulltrúi starfsmanna Hvolsskóla), Lovísa Herborg Ragnarsdóttir (fulltrúi foreldra grunnskólabarna) og Berglind Hákonardóttir (fulltrúi foreldra leikskólabarna), Birna Sigurðardóttir (skólastjóri Hvolsskóla) og Anna Kristín Helgadóttir (leikskólastjóri).
Dagskrá:
1)Frá Leikskólanum Örk – Anna Kristín Helgadóttir leikskólastjóri
Anna Kristín sagði fréttir af leikskólastarfinu. Nemendur og starfsfólk hafa verið í matarsóunarverkefni þar sem nemendur og starfsfólk hafa vaktað matarsóun og reynt að ná henni niður með góðum árangri. Samstarf við Hvolsskóla gengur vel og skólafærninámskeið hafa verið vel sótt. Starfsmenn fara í námsferð til Malmö í lok apríl þar sem alls 16 leikskólar verða heimsóttir. Rætt var um starfsmannamál og skort á umsóknum um lausar stöður frá faglærðu fólki sem er áhyggjuefni en almennt hefur veturinn gengið mjög vel í leikskólanum og ánægja er með nýju deildina. Þann 2. mars var haldinn fundur að frumkvæði stjórnenda Leikskólans Arkar með leikskólakennurum í héraði og fulltrúum úr sveitarstjórn og frá Skólaþjónustu þar sem leitað var eftir hugmyndum frá fagfólki til að styrkja leikskólastarfið enn frekar.
2)Frá Hvolsskóla – Birna Sigurðardóttir skólastjóri grunnskóla
Birna sagði fréttir af fjölbreyttu félagslífi og viðburðum í skólastarfinu. Verið er að vinna í nýju námsmati og starfsmannahandbók. Starfsfólk Hvolsskóla er einnig á leið í námsferð í vor til Bandaríkjanna. Þriðji bekkur tók rannsóknir á matarsóun föstum tökum og áætlaði að yfir skólaárið væri 1,5 tonnum af mat hent í skólanum. Áætlað er að kynna verkefni 3. bekkjar fyrir öðrum bekkjum skólans og þegar hafa verið hengt upp plaköt við matsalinn.
3)Skóladagatöl Leikskólans Arkar og Hvolsskóla
Nefndin staðfesti áður afgreidda breytingu á skóladagatali Hvolsskóla fyrir núverandi skólaár. Breytingin felst í því að almenn kennsla verður þann 27. apríl þar sem ekkert verður af Sunnlenska skóladeginum að þessu sinni. Einnig eru skólaslit eru færð fram til laugardagsins 21. maí vegna námsferðar starfsmanna Hvolsskóla í lok maí. Erindið var afgreitt með samþykki allra kjörinna fulltrúa í tölvupósti fyrr í vetur.
Anna Kristín sagði frá því að leikskólinn yrði einnig opinn þann 27. apríl en einnig hafði verið gert ráð fyrir því í skóladagatali Leikskólans Arkar að skólastarf félli niður þar vegna Sunnlenska skóladagsins.
Farið var yfir skóladagatöl leikskóla og grunnskóla fyrir skólaárið 2016-2017, þau rædd lítillega og svo samþykkt samhljóða. Gott samstarf hefur verið milli skólanna við gerð skóladagatalanna og starfsdagar samræmdir eins og kostur er.
4)Önnur mál
Tillaga um styrk til starfsmanna Leikskólans Arkar og starfsmanna Hvolsskóla vegna fyrirhugaðara námsferða beggja skólanna vorið 2016, lögð fyrir 30. fund fræðslunefndar þann 11. Aprí 2016:
Fræðslunefnd Rangárþings eystra lýsir yfir ánægju sinni með fyrirhugaða námsferð starfsmanna Leikskólans Arkar til Malmö í Svíþjóð nú í lok apríl og sömuleiðis námsferð starfsmanna Hvolsskóla til Chicago í lok maí. Nefndin óskar starfsmönnunum öllum góðrar ferðar og hlakkar til að heyra hvers hóparnir verða vísari og hvað gæti nýst í sveitarfélaginu okkar til að byggja enn frekar upp það flotta skólastarfs sem við eigum nú þegar að fagna.
Nefndin vill sýna hug sinn í verki með því að láta ein fundarlaun aðalfulltrúa Fræðslunefndar renna óskert í sjóði starfsmanna sem styrk til ferðanna.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Kynntar voru fyrirliggjandi skipulagsbreytingar í Leikskólanum Örk og rökstuðningur fyrir þeim lagður fram.
Næsti fundur er áætlaður 22. ágúst kl. 16:30.
Fleira ekki rætt og fundi slitið kl: 18