Fundagerð ungmennaráðs Rangárþings eystra

3. fundur, Ungmennaráðs 23. janúar 2015 kl: 18:00. Haldinn í íþróttahúsinu á Hvolsvelli. 


Mætt voru Harpa Sif Þorsteinsdóttir, Helgi Þór Baldursson, Marínó Rafn Pálsson, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Kristþór Hróarsson, Sigurður Anton Pétursson og Sæbjörg Eva Hlynsdóttir sem ritaði fundargerð. 


1) Ungmennaþing á Hvolsvelli. -  Mikill áhugi var hjá fundarmönnum um að hafa ungmennaþing fyrir ungmenni á Hvolsvelli. Þingið yrði vettvangur fyrir ungt fólk til að segja sína skoðun og koma með hugmyndir fyrir samfélagið. Hugmynd var að hafa þingið 27. feb – 1. mars. Ungmennaráð þarf að funda í vikunni á undan og leggja línurnar. Unnur ætlar að senda póst með fyrirspurnum (Unnur). Lagt var til að Hrafnhildur Hauksdóttir verði fundarstjóri.

2) Lausir tímar í íþróttahúsi. – Í ljósi þess að eitthvað er um lausa tíma í íþróttahúsinu datt ungmennaráði í hug að nýta þá fyrir ungmenni sveitarfélagsins. Hugmyndir eru uppi um að fara í hópeflis og/eða liðaleiki ætluðum ungmennum. Svona viðburð þarf að auglýsa vel bæði í Búkollu og á samfélagsmiðlum. Það er ljóst að einhver þarf að vera ábyrgðarmaður. Að lokum var ákveðið að bíða með að auglýsa hópeflistímana þangað til fram yfir Ungmennaþing. 

3) Ungmennaráðstefna í Stykkishólmi 25. – 27. mars. Um er að ræða ráðstefnu fyrir ungt fólk.  Ungmennaráð stefnir að því að senda fulltrúa frá Rangárþingi eystra á ráðstefnuna. Ólafur Örn íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mun einnig fara og munu fulltrúar verða samferða honum á Stykkishólm. (Unnur, Helgi og Harpa sýndu því áhuga á að fara)

4) Nýr fundartími – Rætt var um að breyta fundartíma. Upp kom sú hugmynd að hafa fundi kl: 16:00 á sunnudögum. 

5) Evrópa unga fólksins – Fjölmargir möguleikar eru fyrir ungt fólk á að minna tengsl við önnur ungmenni víðsvegar um Evrópu.  Þetta er mjög áhugavert og hægt að fá styrk til þessa verkefnis. Ákveðið var að tala við Þröst Frey Sigfússon um þetta. 

6) Hitta annað ungmennaráð – ákveðið var að hitta annað ungmennaráð og sjá þeirra vinnu og fá hugmyndir frá þeim. Ólafur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi mun skipuleggja það.

Fundi slitið 19:30