Fundargerð
23. fundur fræðslunefndar, haldinn
mánudaginn 17. nóvember 2014 kl 16:30

Fundurinn haldinn í náttúrufræðistofu Hvolsskóla 
Mættir eru: Arnheiður Dögg Einarsdóttir, Hildur Ágústsdóttir, Daníel Gunnarsson, Tómas Grétar Gunnarsson, Unnur Óskarsdóttir, Árný Jóna Sigurðardóttir, Heiða B. Scheving, Pálína Björk Jónsdóttir og Birna Sigurðardóttir. Fulltrúar foreldra leik- og grunnskólabarna boðuðu forföll. 
Fundur settur klukkan 16:40
Formaður bauð fundarmenn velkomna.


Dagskrá:
1. Skólastefna til afgreiðslu
Umræður voru málefnalegar. Unnið var í drögum að skólastefnu og nokkrar breytingar voru gerðar á áherslum og orðalagi. Skjalið sent í yfirlestur áður en það verður borið upp til samþykktar í Fræðslunefnd á næsta fundi sem áætlaður er í janúar.