Héraðsnefnd Rangæinga
Fundargerð


2. fundur Héraðsnefndar Rangæinga kjörtímabilið 2014 til 2018 haldinn á Hótel Rangá fimmtudaginn 4. desember 2014 kl: 13,30.
Mætt:  Egill Sigurðsson, Þorgils Torfi Jónsson, Lilja Einarsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Birkir Tómasson, Ágúst Sigurðsson, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Sverrir Magnússon framkvæmdastjóri Byggðasafnsins í Skógum, Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga og Guðmundur Einarsson, sem ritaði fundargerð.


Dagskrá.
1. Fundarsetning
Formaður Héraðsnefndar Rangæinga, Egill Sigurðsson setti fundinn og bauð fundarfólk velkomið.

2. Fjárhagsáætlanir 2015.
2.1. Tónlistarskóli Rangæinga.  Sigríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri kynnti fjárhagsáætlunina og starfsemi skólans.  Gert er ráð fyrir tekjum að fjárhæð kr. 82.427 þús og veltufé í árslok að fjárhæð kr. 11.147 þús.  Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða. Fundarmenn þökkuðu Sigríði fyrir greinargóða kynningu.
2.2.  Skógasafn.  Sverrir Magnússon framkvæmdastjóri kynnti fjárhagsáætluna.  Gert er ráð fyrir tekjum að fjárhæð kr. 145.450 þús og rekstrarhagnaði  að fjárhæð kr. 12.950 þús.  Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða.  Fundarmenn þökkuðu Sverri fyrir greinargóða kynningu.
2.3.  Héraðsnefnd Rangæinga.  Gert er ráð fyrir tekjum að fjárhæð kr. 28.800 þús og veltufé í árslok að fjárhæð kr 10.400 þús.  Fjárhagsáætlunin var samþykkt samhljóða.

3. Innsend erindi.
3.1. Erindi frá Héraðsbókasafni Rangæinga, þar sem er óskað eftir fjárframlagi að fjáræð kr. 1.400.000 á árinu 2015.  Erindið var samþykkt samhljóða.
3.2.  Erindi frá Félagi eldri borgara í Rangárvallasýslu, þar sem óskað er eftir fjárframlagi að fjárhæð kr. 4.400.000 til félagsstarfs eldri borgara á árinu 2015.  Erindið var samþykkt samhljóða.

3.3.  Erindi frá Eyju Þóru Einarsdóttur og Jóhanni Frímannssyni þar sem óskað að héraðsnefnd taki þátt í kostnaði við malbikun bílastæða við Hótel Skógafoss, eða þá að lóð hótelsins stækki þannig að hún nái yfir hið malbikaða svæði.  Ákveðið að afla frekari gagna varðandi málið og afgreiðslu erindisins frestað.

3.4.  Bréf frá Félagsþjónustu Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu.  Lagt fram til kynningar.

3.5.  Bréf frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti vegna fjallskilasamþykktar.  Í bréfinu er þess óskað að gerð verði breyting á 15. gr. fjallskilasamþykktar Rangárvallasýslu þar sem hún er ekki talin standast lagaskilyrði að mati ráðuneytisins.  Ákveðið að skipa þriggja manna nefnd til að vinna þetta mál.  Í nefndina voru tilnefndir Ísleifur Jónasson Kálfholti, Kristinn Guðnason Árbæjarhjáleigu og Kristinn Jónsson Staðarbakka.  Kristinn Guðnason var tilnefndur formaður.

4. Önnur mál.
4.1. Héraðsráð sendi í sumar fyrirspurn til Landsbankans þar sem spurt var hvort bankinn væir tilbúinn að lækka vaxtakjör á láni vegna Rangárhallarinnar, gegn því að lánið verði greitt niður um 10 milljónir.  Borist hefur svar, þar sem bankinn býðst til að lækka vexti um 0.25 prósentustig.  Þannig myndu núverandi vextir lækka úr 5,30% í 5,05% eftir innágreiðslu.  Samþykkt að greiða kr. 10 milljónir inn á lánið.
4.2.  Ísólfur Gylfi færði fundarmönnum hljóðdiska frá Agnesi Löve með píanólkeik hennar.  Hún sendir þetta í þakklætisskyni fyrir veittan styrk til útgáfu diskins. Héraðsnefnd færi Agnesi bestu þakkir fyrir sendinguna.

4.3.  Samþykkt að stofna heimabanka fyrir Héraðsnefnd Rangæinga og Tónlistarkóls Rangæinga.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl: 16,35 .