Fundargerð

196. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 26. febrúar 2015  kl. 08:10


Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Þórir Már Ólafsson, varamaður Aðalbjargar Rúnar Ásgeirsdóttur, Benedikt Benediktsson, Birkir A. Tómasson,  Kristín Þórðardóttir, Christiane L. Bahner,  Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.

Lilja Einarsdóttir, oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hún leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.


Erindi til sveitarstjórnar:
1. Önundur Björnsson sækir um rekstrarleyfi fyrir gistiskála í flokki I að Breiðabólstað í Fljótshlíð.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.

2. Verksamningur við Skipulag og skjöl ehf vegna ráðgjafar og verkefnisstjórnunar við gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa.
Samningurinn samþykktur samhljóða.
3. Verksamningur við Skipulag og skjöl ehf vegna ráðgjafar við skjalastjórnun sveitarfélagsins.
Samningurinn samþykktur samhljóða.
4. Þjónustusamningur við Markaðsstofu Suðurlands dags. 01.02.15
Samningurinn samþykktur samhljóða.
5. Fundargerð 7. fundar skipulagsnefndar Rangárþings eystra 19.02.15

SKIPULAGSMÁL
1502017 Húsadalur - Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 30 ha. svæðis í Húsadal, auk göngubrúar yfir Markarfljót og aðkomu að henni. Afmarkaðar eru 9 mis stórar lóðir. Sýndur er byggingarreitur fyrir hverja lóð. Á þremur lóðum er gert ráð fyrir plássfrekri starfsemi auk bygginga, s.s. tjaldsvæði, afþreyingarsvæði eða aðstöðu fyrir hestaferðir. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillaga ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna ásamt umhverfisskýrslu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


1502018 Langidalur/Slyppugil - Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 13 ha. svæðis í Langadal og Slyppugili. Svæðið nær yfir núverandi aðstöðu Ferðafélags Íslands og austur fyrir aðstöðu Farfugla í Slyppugili. Afmarkaðar eru 2 þjónustulóðir fyrir gistiskála og þjónustuhús fyrir ferðamenn, ásamt svæði fyrir tjaldsvæði. Afmörkuð er lóð fyrir núverandi aðstöðu Skógræktarinnar. Byggingarreitir eru sýndir á hverri lóð. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillaga ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna ásamt umhverfisskýrslu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1502019 Básar - Deiliskipulag
Deiliskipulagstillaga ásamt stefnumörkun, umhverfisskýrslu og yfirlitsuppdrætti. Deiliskipulagið tekur til um 38 ha. svæðis í Básum, Goðalandi. Svæðið nær yfir núverandi aðstöðu Útivistar, óbyggðs svæðis til austurs frá þeirri aðstöðu og austur að Strákagili. Afmarkaðar eru 6 misstórar þjónustulóðir. Sýndur er byggingarreitur fyrir hverja lóð. Í stefnumörkun fyrir Þórsmerkursvæðið er gerð grein fyrir svæðinu, þ.e. forsendum skipulagsins og mati á völdum stefnumiðum í umhverfisskýrslu. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillaga ásamt umhverfisskýrslu verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna ásamt umhverfisskýrslu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1403016 Hvolsvöllur – Aðalskipulagsbreyting vegna eldfjallaseturs
Tillagan tekur til breytinga á miðsvæði Hvolsvallar. Miðsvæði (M2) verður stækkað til norðvesturs um 4,5 ha. Svæðið sem stækkunin nær til var áður skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota/íþróttasvæði (O/Í) og landbúnaðarsvæði (L), sem minnka að sama skapi. Stækkun miðsvæðis nær inn fyrir veghelgunarsvæði þjóðvegar í samræmi við fyrirhugaðar breytingar í heildarendurskoðun aðalskipulagsins, sem nú stendur yfir. Í þeirri endurskoðun eru þéttbýlismörk skilgrein og skipulagssvæðið er innan þeirra marka. Skilgreindri gönguleið á svæðinu er breytt. Aðrar breytingar verða ekki á landnotkun. Með tillögunni er stutt við fyrirhugaða byggingu upplifunar- og fræðslumiðstöðvar sem helguð verður eldstöðvum á Suðurlandi, auk frekari uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu til framtíðar.
Tillagan hefur verið auglýst og var athugasemdafrestur til 10. desember 2014. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

1403017 Hvolsvöllur – Deiliskipulag vegna eldfjallaseturs
Tilefni skipulagsins er uppbyging IVEC, Icelandic Volcano an Earthquake Center, í miðbæ Hvolsvallar, en IVEC er vinnuheiti yfir miðstöð fræðslu, upplýsinga og upplifunar tengda eldfjöllum. Sérstök áhersla er á megineldstöðvar sem eru í nágrenni við og sjónrænt tengdar Hvolsvelli. Fyrirhuguð uppbygging IVEC er hluti af eflingu menningar- og náttúrutengdri ferðaþjónustu í Rangárþingi eystra, auk þess að styrkja skilgreint miðsvæði Hvolsvallar. Meginmarkmið með gerð tillögunnar er að skilgreina lóðir, byggingarreiti og setja skilmála fyrir upplifunar- upplýsingahluta IVEC, ásamt hóteli. Stærð skipulagssvæðisins er um 4,5 ha. og er aðkoma frá Þjóðvegi 1 og Hvolsvegi. Gert er ráð fyrir tveimur lóðum, annarsvegar 27.005m² lóð fyrir fyrir IVEC með leyfilegu byggingarmagni allt að 5000m² og hinsvegar 18.291m² lóð fyrir fyrirhugaða hótelbyggingu með leyfilegu byggingarmagni allt að 5000m². 
Tillagan hefur verið auglýst og var athugasemdafrestur til 10. desember 2014. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010


1310016 Ytri-Skógar – Aðalskipulagsbreyting
Svæði S15 (Fossbúð og nágrenni) sem skilgreint er sem svæði fyrir þjónustustofnanir, verði breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu (V5) og jafnframt stækkað til suðurs á kostnað opins svæðis til sérstakra nota. Aðrar breytingar verða ekki á landnotkun. Í samræmi við umsögn Umhverfisstofnunar á auglýsingartíma eru skilgreind útmörk svæðis V5 til vesturs færð í a.m.k. 50 m fjarlægð frá Skógá. V5 minnkar því í um 4 ha. Umfjöllun um jaðarsvæði friðlýsingar bætt við í greinargerð og skipulagsákvæði. 
Tillagan hefur verið auglýst og var athugasemdafrestur til 7. maí 2014. Alls bárust 9 athugasemdir við tillöguna ásamt deiliskipulagstillögu. Einnig bárust umsagnir frá lögbundnum umsagnaraðilum. 
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillögunni verði frestað og hún endurskoðuð. Í kjölfar athugasemda, umsagna og umræðu á kynningarfundi sem haldinn var nýverið, telur skipulagsnefnd rétt að fresta og endurskoða tillöguna. Skipulagsnefnd telur mikilvægt að skipulagsmál á Skógum verði tekin fyrir í stærra samhengi þar sem tekið verði tillit til fleiri þátta en tillagan tekur til, t.d. stækkunar á íbúðasvæði og þjónustusvæðum, fyrirkomulag fráveitu á svæðinu í heild ásamt fleiri þáttum. 
Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar.


1304018 Ytri-Skógar – Deiliskipulagsbreyting
Helstu breytingar sem tillagan tekur til eru að lóð gamla barnaskólans er stækkuð til suðurs og byggingarreitur stækkaður. Gert er ráð fyrir nýrri lóð undir hótel/þjónustumiðstöð, sunnan við lóð gamla barnaskólans þar sem áður var gert ráð fyrir tjaldsvæði. Tvær ferðaþjónustulóðir sunnan við Fossbúð verða sameinaðar í eina og mun hún ná lengra til suðurs en áður. Hætt er við rútu- og bílastæði norðan og vestan við gamla barnaskólann og þau staðsett sunnan við skólann auk stæða austan við áætlað hótel og vestan við lóð fyrir ferðaþjónustu. Afmörkun tjaldsvæðis og allri þjónustu við það, auk bílastæða er færð að öllu leyti  sunnan við Skógafossveg.
Tillagan hefur verið auglýst og var athugasemdafrestur til 7. maí 2014. Alls bárust 9 athugasemdir við tillöguna. Einnig bárust umsagnir frá lögbundnum umsagnaraðilum. Deiliskipulagstillagan var send til Gimlé Rannsóknarseturs í skipulagsfræðum og óskað eftir óháðu mati á tillögunni. Í skýrslu Gimlé dag. 15. október birtist mat Rannsóknarsetursins sem er að mestu jákvætt í garð skipulagsins með ákveðnum breytingum þó. Þrátt fyrir það leggur  
skipulagsnefnd  til við sveitarstjórn að tillögunni verði frestað og hún endurskoðuð. Í kjölfar athugasemda, umsagna og umræðu á kynningarfundi sem haldinn var nýverið, telur skipulagsnefnd rétt að fresta og endurskoða tillöguna. Skipulagsnefnd telur mikilvægt að skipulagsmál á Skógum verði tekin fyrir í stærra samhengi þar sem tekið verði tillit til fleiri þátta en tillagan tekur til, t.d. stækkunar á íbúðasvæði og þjónustusvæðum, fyrirkomulag fráveitu á svæðinu í heild ásamt fleiri þáttum. 


Bókun frá Guðmundi Ólafssyni fulltrúa L-lista.
Undirritaður hefur lengi varað við þeirri vegferð í skipulagsmálum Skóga sem bæði í fyrverandi og núverandi meirihluti í sveitarstjórn kaus að leggja í.  Vitað er að mjög skiptar skoðanir hafa verið um málið og vafasamt að leggja í slíka vegferð. Víðast hvar í heiminum er þróunin sú að þjónusta og mannvirki eru sett fjær náttúruperlum.  Það er gert í deiliskipulagstillögum fyrir Seljalandsfoss með miklum sóma og þá leið virðast nágrannar okkar í Rangáþingi ytra ætla að fara í Landmannalaugum. Á Skógum er ein skærasta perla íslenskrar náttúru því er mikilvægt að vel takist til með ásýnd og skipulag svæðisins og mikilvægt er að þessi náttúruperla sé sveitarfélaginu og íbúum þess til sóma og taki vel á móti ferðamönnum sem sækja hana heim. Legg ég því áherslu á að efnt verði til hugmyndavinnu um framtíðar skipulag á Skógum.  Þar verði tekið tillit til framtíðar íbúðabyggðar, þjónustusvæða, útvistar, útsýnis o.s.frv.  Þá verði hugað að því hvernig samfélag verði byggt upp í kringum þá starfssemi sem kemur á svæðið, þannig að hún gagnist sem best heimamönnum, sveitarfélaginu sem og þeim ferðamönnum sem munu koma.
Guðmundur Ólafsson

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Sveitarstjórn leggur áherslu á að núverandi bílastæðum verði komið í viðunandi horf, þrátt fyrir frestun tillögunnar. 


Bókun frá Christiane L. Bahner.
Christiane tekur sérstaklega undir bókun Guðmundar Ólafssonar frá skipulagsnefndarfundi. 


1301004 Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012 -2024
Tillagan tekur til alls lands innan sveitarfélagsins. Í tillögunni kemur fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðarþróun, byggðarmynstur, samgögnu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu. 
Aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024 (Endurskoðun aðalskipulagsins 2003-2015) er sett fram í greinargerð, umhverfisskýrslu og á skipulagsuppdráttum dagsettum 3. febrúar 2015, sveitarfélagsuppdrætti (mkv. 1:100.000 og 1:50.000), þéttbýlisuppdrætti fyrir Hvolsvöll (mkv. 1:10.000) og þéttbýlis- og séruppdrætti fyrir Skóga (mkv. 1:10.000). Í greinargerð skipulagsins eru einnig skýringaruppdrættir sem sýna nánar einstök atriði skipulagstillögunnar.
Tillagan hefur verið auglýst og var athugasemdafrestur til 1. október 2014. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. í greinargerð tillögunnar er gerð grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á tillögunni eftir auglýsingu í kjölfar umsagna lögbundinna umsagnaraðila. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


1304010 Völlur 1 – Deiliskipulag frístundasvæðis
Tillagan tekur til um 34 ha. svæðis úr landi Vallar 1. Aðkoma að svæðinu um veg 262 
(Vallarveg). Gert er ráð fyrir 14 frístundahúsalóðum á bilinu 9000 – 11.000m². Heimilt
verður að byggja á hverri lóð, frístundahús, gestahús og geymsluskúr. Tillagan er í
samræmi við aðalskipulag Rangárþings eystra 2012-2024 sem er í ferli.

Tillagan hefur verið auglýst og var athugasemdafrestur til 1. október 2014. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til yfirferðar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðir samvinnu sveitarfélaga:
1. 23. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 16.02.2015 Staðfest.
2. 238. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs. 02.02.15 Staðfest.

Mál til kynningar:
1. Brunabót bréf dags. 12.02.15, styrktarsjóður EBÍ 2015.
2. Fundargerð 825. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 16.02.15

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 8:51

____________________              _______________________
Lilja Einarsdóttir              Ísólfur Gylfi Pálmason
                                  
______________________             ______________________
Þórir Már Ólafsson   Benedikt Benediktsson
                                                                 
_______________________                    _______________________    
Birkir A. Tómasson               Kristín Þórðardóttir

_______________________   _______________________
      Christiane L. Bahner