- Íbúar
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- English
Mætt: Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Þórir Már Ólafsson, varamaður Aðalbjargar Rúnar Ásgeirsdóttur, Benedikt Benediktsson, Birkir A. Tómasson, Kristín Þórðardóttir, Christiane L. Bahner, Ágúst Ingi Ólafsson, skrifstofustjóri, sem ritaði fundargerð og Lilja Einarsdóttir, oddviti sem setti fundinn og stjórnaði honum.
Lilja Einarsdóttir, oddviti bauð fundarmenn velkomna um leið og hún leitaði eftir athugasemdum við fundarboðið. Engar athugasemdir komu fram.
Fundargerð ritaði Ágúst Ingi Ólafsson.
Erindi til sveitarstjórnar:
1. Fundargerð 138. fundar byggðarráðs 29.01.15. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina.
2. Skólastefna Rangárþings eystra 2015-2020.
Sveitarstjórn samþykkir skólastefnuna og þakkar fyrir þá vinnu sem lögð hefur verið í stefnuna. Einnig hvetur sveitarstjórn fræðslunefnd til að láta prenta skólastefnuna og halda íbúafund til kynningar á henni.
3. Tilnefning í húsnefnd Fossbúðar, A-Eyjafjöllum.
Aðalmenn: Lilja Einarsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason og Guðmundur Viðarsson.
Varamenn: Benedikt Benediktsson, Christiane L. Bahner og Kristín Þórðardóttir.
Samþykkt samhljóða.
4. Áskorun á sveitarstjórn Rangárþings eystra vegna aksturs leikskólabarna.
Foreldrar barna á leikskólaaldri austan Markarfljóts skora á sveitarstjórn Rangárþings eystra að skoða úrræði um akstursstyrk til handa íbúum þess svæðis sem og annarra í íbúa sem búa í dreifbýli sveitarfélagsins.
Sveitarstjóra falið að ræða við leikskólastjóra um tilhögun leikskólamála í dreifbýli.
5. Umboð til Antons Kára Halldórssonar, skipulags- og byggingarfulltrúa til að undirrita lóðarleigusamninga f.h. sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Anton Kári Halldórsson, skipulagsfulltrúi hafi fullt umboð til þess að undirrita lóðaleigusamninga f.h. sveitarfélagsins og eftir atvikum aðra samninga sem varða afnot af lóðum og lendum sveitarfélagsins.
6. Samningur Rangárþings eystra og N4 ehf. vegna þáttagerðar á Suðurlandi 2015. Samningurinn samþykktur samhljóða.
7. Umsókn um styrk vegna ferðar kórs Menntaskólans á Laugarvatni til Danmerkur.
Benedikt Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.
Í kór Menntaskólans á Laugarvatni eru 11 þátttakendur sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja kórinn um kr.20.000,- á hvern nemanda úr sveitarfélaginu sem fer í ferðina.
8. Fyrirspurn vegna uppgræðslu á Almenningum.
Guðmundur Ragnarsson spyr m.a.: Hver eru rök sveitarstjórnar að vieta styrk til uppgræðslu á Almenningum ?
Sveitarstjórn hefur styrkt uppgræðslu á Almenningum eins og á flestum öðrum afréttum sveitarfélagsins. Hvað varðar aðrar spurningar um skatta og skyldur og afsetningu fjár eru slíkar upplýsingar eða rannsóknir ekki í verkahring sveitarfélagsins.
9. Umsókn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Félagsheimilinu Hvoli 2015.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.
10. Ósk um að sveitarstjórn tilnefni fulltrúa í stjórn Skeiðvangs.
Aðalmenn: Bergur Pálsson og Guðmundur Ólafsson.
Varamenn: Guðrún Berglind Jóhannesdóttir og Kristín Þórðardóttir.
Samþykkt samhljóða.
11. Umsókn um stuðning við sprotafyrirtæki í blaðaútgáfu.
Sveitarstjóra falið að ræða við Jens Einarsson varðandi erindið og benda m.a. á SASS Atvinnuþróunarfélag Suðurlands.
12. Umsókn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Njálsbúð 2015.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna.
13. Gjaldskrá fyrir vatnsveitu Rangárþings eystra.
Lögð fram uppfærð Gjaldskrá Vatnsveitu Rangárþings eystra. Gjaldskráin samþykkt samhljóða.
14. Tölvubréf Guðmundar Jónssonar dags. 12.01.15, beiðni um ótímabundna lausn frá störfum í sveitarstjórn Rangárþings eystra.
Christiane L. Bahner víkur af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
15. Bréf Aðalbjargar Rúnar Ásgeirsdóttur dags. 19.01.15, ósk um tímabundna lausn frá störfum á vegum sveitarstjórnar.
Þórir Már Ólafsson víkur af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.
16. Gjaldskrá heimaþjónustu 2015.
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.
17. Viðauki við leigusamning um leigu á Austurvegi 4, Hvolsvelli.
Samningurinn hefur áður verið til umræðu og hefur hann breyst í samræmi viðathugasemdir sem gerðar hafa verið. Samningur samþykktur samhljóða og sveitarstjóra falið að skrifa undir hann f.h. sveitarfélagsins.
18. Endurskoðun siðareglna kjörinna fulltrúa í Rangárþingi eystra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að einn fulltrúi í hverju framboði yfirfari siðareglurnar. Í starfshópnum verða: Lilja Einarsdóttir, Christiane L. Bahner og Kristín Þórðardóttir. Sveitarstjóri verður starfsmaður hópsins.
19. Fyrirspurn frá fulltrúa L-listans vegna vinnu við deiliskipulag miðbæjarsvæðis.
Hvernig miðar vinnu við deiliskipulag Hvolsvallar (miðbæjarskipulag) og hvernig verður það unnið ? Er e.t.v. fyrirhugað að efla til humyndasamkeppni ? Málið var til óformlegrar umræðu á síðast fundi skipulagsnefndar. Tillaga hefur komið fram um að halda borgarafund þar sem safnað verður saman hugmyndum um hvernig íbúar sveitarfélagsins sjái fyrir sér nýjan miðbæ á Hvolsvelli. Í framhaldi af þeirri vinnu verði arkitekt eða arkitektum falið að vinna úr þeim hugmyndum.
20. Barnakór Hvolsskóla, beiðni um styrk vegna upptöku á laginu Love í Hörpu. Sveitarstjórn samþykkur samhljóða að styrkja kórinn um kr. 150.000 vegna verkefnisins.
21. Ágúst Kristjánsson óskar eftir umsögn sveitarstjórna vegna umsóknar um stofnun lögbýlis á lóðinni Hólmasel ln. 163836.
Stofnun lögbýlis að Hólmaseli er í samræmi við gildandi aðalskipulag Rangárþings eystra. Sveitarstjórn veitir jákvæða umsögn við stofnun lögbýlisins.
22. 28. fundur skipulagsnefndar Rangárþings eystra 06.02.15.
Á fundinn mætti Anton Kári Halldórsson, skipulagsfulltrúi og kynnti eftirfarandi mál.
SKIPULAGSMÁL:
1502001 Erindisbréf skipulagsnefndar Rangárþings eystra
Drög að erindisbréfi skipulagsnefndar Rangárþings eystra lagt fyrir nefndina.
Skipulagsnefnd fer yfir drög að erindisbréfi fyrir nefndina. Erindisbréfinu vísað til samþykktar sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir erindisbréf skipulagsnefndar Rangárþings eystra samhljóða.
1501003 Landsskipulagsstefna – Ósk um umsögn
Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Í tillögunni er sett fram stefna um skipulag á miðhálendi Íslands, skipulag í dreifbýli, búsetumynstur og dreifingu byggðar og skipulag á haf- og strandsvæðum.
Skipulagsnefnd samþykkir að sveitarfélögin Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Skaftárhreppur sendi inn sameiginlega umsögn. Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélagana hefur nú þegar unnið drög að umsögn um tillöguna. Skipulagsnefnd samþykkir umsögnina.
Sveitarstjórn samþykkir umsögnina samhljóða og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar.
1502002 Staðsetning kirkju og menningarhúss - Fyrirspurn
Halldór Gunnarsson f.h. byggingarnefndar kirkju og menningarhúss á Hvolsvelli, óskar eftir áliti skipulagsnefndar á hugmyndum um staðsetngingu kirkju- og menningarhúss á miðbæjarsvæði Hvolsvallar skv. meðfylgjandi gögnum.
Skipulagsnefnd telur mikilvægt að miðbæjarskipulag Hvolsvallar verði endurskoðað í heild sinni. Nú þegar hefur verið hafnað tveimur lóðarumsóknum um lóðir í miðbæ Hvolsvallar, á grundvelli þess að fyrirhuguð enduskoðun deiliskipulagsins liggur ekki fyrir. Því telur skipulagsnefnd ekki ráðlegt að gera afmarkaða breytingu á deiliskipulaginu og vísar því fyrirspurninni til vinnu við heildar endurskoðun skipulagsins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinna við endurskoðun deiliskipulagsins verði hafin sem allra fyrst enda liggur sú samþykkt fyrir. Skipulagsnefnd telur mjög mikilvægt að íbúar sveitarfélagsins taki virkan þátt í heildar endurskoðun deiliskipulagsins.
Bókun skipulagsnefndar samþykkt með 5 atkvæðum. KÞ og BAT sitja hjá.
1502003 Lagning jarðstrengs, Hellulína 2 - Framkvæmdaleyfisumsókn
Guðmundur Ingi Ásmundsson f.h. Landset hf. kt. 580804-2410, óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir langingu jarðstrengs, Hellulínu 2., ásamt ljósleiðara skv. meðfylgjandi gögnum. Núverandi háspennulína frá tengivirki við Hellu að tengivirki við Hvolsvöll er 66 kV loftlína frá árinu 1948, og þarf að endurnýja hana. Því hefur Landsnet ákveðið að undirbúa lagningu 66 kV jarðstrengs milli Hellu og Hvolsvallar, í stað loftlínu, sem mun auka afhendingaröryggi raforku á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis til Landsnets hf. með fyrirvara um samþykki landeigenda, Vegagerðarinnar og Fiskistofu. Skipulagsnefnd bendir á að hugsanlegur vegslóði sem verður gerður vegna framkvæmdarinnar gæti nýst sem hjóla og gönguleið. Skipulagsfulltrúa falið að kanna möguleikana í samvinnu við hlutaðeigandi aðila.
Sveitarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis með þeim fyrirvörum sem koma fram í bókun skipulagsnefndar.
1501040 Skækill / Guðnastaðir – Ósk um breytingu á aðalskipulagi
Guðni Ragnarsson kt. 240177-4209, óskar eftir því að breyting sem geri ráð fyrir flugvelli í landki Skækils / Guðnastaða, verði gerð á aðalskipulagi Rangárþings eystra skv. meðfylgjandi erindi.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á aðalskipulagi Rangárþings eystra og gert ráð fyrir flugbraut í landi Skækils.
Sveitarstjórn samþykkir að unnið verði aðalskipulagsbreyting sem geri ráð fyrir flugbraut í landi Skækils / Guðnastaða.
BYGGINGARMÁL:
1501041 Dalsbakki 2 – Umsókn um byggingarleyfi
Margrét Runólfsdóttir kt. 140137-6939, sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr á lóðinni Dalsbakka 2, Hvolsvelli, skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Sveitarstjórn samþykkir að fela byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerð skipulagsnefndar samþykkt að öðru leyti.
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins:
1. 24. fundur fræðslunefndar 07.01.15 Staðfest.
2. 16. fundur Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar 20.01.15 Staðfest.
3. 11. fundur Menningarnefndar Rangárþings eystra 29.01.15 lögð fram.
4. 7. fundur Velferðarnefndar Rangárþings eystra 08.01.15 Staðfest.
5. 8. fundur Velferðarnefndar Rangárþings eystra 29.01.15 Staðfest.
Samþykkt að skipa í starfshóp um gerð móttökuáætlunar nýrra íbúa. Fulltrúar í hópnum Lilja Einarsdóttir, Christiane L. Bahner og Kristján Fr. Kristjánsson.
6. 2. fundur Markaðs- og atvinnumálanefndar Rangárþings eystra 26.01.15 Staðfest.
7. Fundur í starfshópi um bætt fjarskipti 27.01.15, ásamt skýrslu um stöðu internetmála í dreifbýli Rangárþings eystra. Staðfest.
Fundargerðir samvinnu sveitarfélaga á Suðurlandi:
1. 13. fundur Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu b.s. 03.02.15 Staðfest. Sveitarstjórn þakkar félagsmálastjóra fyrir mjög góða skýrslu um starfssemi félagsþjónustudeildar og verður skýrslan aðgengileg á netinu.
2. 22. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu 19.01.15 Staðfest.
3. 237. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands bs. 26.01.15 Staðfest.
Mál til kynningar:
1. Fundargerð 824. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 30.01.15
2. Afrit af bréfi til skipulags- og byggingarnefndar Rangárþings eystra dags. 02.02.2015
3. Stofnfundargerð ásamt skipululagsskrá fyrir Gamla bæinn í Múlakoti 08.11.14
4. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, bréf dags. 30.01.15, úthlutun á styrk vegna viðhalds gögnuleiða á Þórsmerkursvæðinu.
5. Örstutt minnisblað vegna Sveitamarkaðarins í febrúar 2015.
6. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, bréf dags. 07.01.15, Torfajökulssvæðið- skipulag suðurhálendis.
7. Aðalfundur Vina Þórsmerkur, fundargerð ásamt skýrslu stjórnar 05.05.14
8. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, bréf dags. 26.01.15, rannsóknir Ungt fólk.
9. Leikskólinn Örk, námsskrá. Sveitarstjórn þakkar það góða starf sem hefur verið unnið við gerð námsskrár Leikskólans Arkar og lýsir yfir ánægju sinni með afraksturinn.
10. Tölvubréf frá Hrafni Hlynssyni, Fjármálaráðuneytinu vegna Hlíðarvegar 16.
11. Aukavinna sveitarstjórnarmanna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:58
Lilja Einarsdóttir
Ísólfur Gylfi Pálmason
Þórir Már Ólafsson
Benedikt Benediktsson
Birkir A. Tómasson
Kristín Þórðardóttir
Christiane L. Bahner