Héraðsnefnd Rangæinga
Fundargerð
14. fundur Héraðsnefndar Rangæinga kjörtímabilið 2010 til 2014 haldinn í Félagsheimilinu Hvoli föstuudaginn 4. apríl 2014 kl: 13,00.
Mætt:  Eydís Indriðadóttir, Steindór Tómasson, Drífa Hjartardóttir, Þorgils Torfi Jónsson , Ísólfur Gylfi Pálmason, Haukur G Kristjánsson, Elvar Eyvindsson, Sverrir Magnússon framkvæmdastjóri Byggðasafnsins í Skógum, Kristinn Guðnason stjórnarformaður Rangárhallarinnar ehf, Ólafur Björnsson hjá Lögmönnum Suðurlands og Guðmundur Einarsson, sem ritaði fundargerð.
Dagskrá.
1. Fundarsetning
Formaður Héraðsnefndar Rangæinga, Þorgils Torfi Jónsson setti fundinn og bauð fundarfólk velkomið.

2. Málefni Skóga.
2.1.  Skipulagsmál og lóðaumsóknir í Skógum.  Haukur Kristjánsson kynnti nýja tillögu að skipulagi í Skógum, þar sem gert er ráð fyrir lóðum fyrir hótelbyggingar og stóru bifreiðastæði fyrir gesti sem koma á svæðið.  Borist hefur umsókn um íbúðarhúsalóð fyrir ferðaþjónustu í Skógum.  Báðum málum er vísað til sameiginlegs fundar Héraðsnefnda Rangæinga og Vestur Skaftafellssýslu.  Héraðsnefnd samþykkir að skoða hlutdeild héraðsnefndanna í þeim skipulagskostnaði, sem hefur fallið til vegna Skóga og fram til þessa hefur verið greiddur af Rangárþingi eystra.
2.2.  Málefni Skógasafns.  Sverrir Magnússon kynnti teikningar af fyrirhugaðri nýbyggingu við Skógasafn, sem á að hýsa móttöku fyrir gesti og salernisaðstöðu.  Áætlaður byggingarkostnaður er um kr. 75- 100 milljónir.  Möguleg fjármögnun á framkvæmdinni er með láni frá Lánasjóði sveitarfélaga.  Sótt hefur verið um stofnstyrk vegna framkvæmdarinnar til Menntamálaráðuneytisins.
2.3.  Gjaldtaka við Skógafoss.  Rætt um gjalddtöku á ferðamannastöðum í Rangárþingi eystra og málinu vísað til sameiginlegs fundar með Héraðsnefnd Vestur-Skaftafellssýslu.

3. Málefni Gaddstaðaflata.
3.1.  Rangárhöllin.  Kristinn Guðnason greindi frá því að tekist hefði að safna saman meðal hestamanna kr. 15 milljónum í nýtt hlutafé og styrki til Rangárhallarinnar á Gaddstaðflötum.  Ólafur Björnsson lögmaður greindi frá því að að með þessum fjármunum og yfirtöku Héraðsnefndar Rangæinga á 40 milljónum af skuld Rangárhallarinnar við Landsbankann þá yrði skuld Rangárhallarinnar við Landsbankann, sem nemur í dag kr um 63 milljónum að fullu greidd.  Gegn þessu framlagi mun Héraðsnefndin eignast 51% eignarhlut í fasteigninni Rangárhöllinni á Gaddstaðaflötum.  Héraðsráð fyrir hönd Héraðsnefndar undirritaði skjöl til fullnustu á þessum gerningi.  Undirritanir eru með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaganna.   Með þátttöku Héraðsnefndar Rangæinga í eignarhaldi Rangárhallarinnar á Gaddstaðaflötum er Héraðsnefndin á engan hátt að taka þátt í rekstri hennar.  Héraðsnefndin treystir á að ábyrgir aðilar reki höllina og líta má á þátttöku Hérðasnefndar sem eingreiðslu til starfsemi hennar.

3.2. Bréf frá Landsmót ehf. Beiðni um viðræður vegna landsmóts hestamanna á Gaddstaðaflötum 2014. Fulltrúar sveitarfélaganna hafa nú þegar orðið við beiðni
bréfritara um viðræður við þá og fulltrúa Rangárbakka ehf.
4. Önnur mál.
4.1. Erindi frá Agnesi Löwe, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til útgáfu á geisladiski með píanóleik Agnesar í 60 ár.  Samþykkt að veita styrk að fjáhæð kr. 350.000.
4.2.  Erindi frá Sigurði Sigurðarsyni, þar sem óskað er eftir fjárstyrk til útgáfu bókar með æskuminningum Kristínar Skúladóttur frá Keldum og myndum, sem hún teiknaði af bæjarhúsum á Keldum og munum úr gamla bænum og kirkju.  Samþykkt að veita styrk að fjárhæð kr. 350.000.
4.3.  László Chenek skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga, hefur óskað eftir launalausu ársleyfi frá störfum.  Héraðsnefnd samþykkir beiðnina fyrir sitt leyti.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl:  17,40.