Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd14. fundur  í  Heilsu-, íþrótta-  og æskulýðsnefnd Rangárþings eystra verður haldinn í Pálsstofu, Félagsheimilinu Hvoli, Austurvegi 8, Hvolsvelli, þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 16.30
Mættir: Benedikt, Lárus Viðar, Jónas, Bóel, Helga Guðrún, Ólafur Örn. Gestir: Þröstur og Hrafnkell. Lilja Einarsdóttir oddviti byrjaði fundinn.

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara. Lilja bauð alla velkomna og stakk upp á Bensa sem formanni og var það samþykkt. Lárus Viðar var kosinn varaformaður og Ólafur Örn ritari, það var samþykkt.
2. Erindisbréf nefndarinnar – yfirfara.  11 grein og 12 sameinaðar. Einnig voru greinar 10 og 13 sameinaðar. Í 8 grein var svo bætt við að íþrótta og æskulýðsfulltrúi sé ritari nefndarinnar. Samþykkt  með breytingum. Sjá fylgiskjal I
3. Kynning á starfssemi félagsmiðstöðvar – Þröstur Freyr Sigfússon. Hann fór yfir opnunartíma og starfið fyrir miðstig, elsta stig og í ungmennahúsinu.  Við getum ennþá bætt við starfsmanni, það var auglýst eftir starfsmanni,  en það hefur enginn sótt um það. Hann sagði að krakkarnir hefðu óskað eftir meiru skipulagi og komu með hugmyndir að ýmsu skemmtilegu sem hægt væri að gera. Bensi spurði um hvernig hann gæti náð til 16+ aldursins og hann ætlar að nota Facebook, dreifimiða o.fl. Þröstur nefndi nokkrar hugmyndir varðandi ungmennahús.  Gott að nota Búkollu til að koma upplýsingum til þeirra og hafa fasta daga, einu sinni í mánuði. Tilvalið að nota haustfrí og jólafrí fyrir þessa krakka. Stefnum að því stíla inn á 16 - 18 aldurinn en að hafa á hreinu að ungmennahús er fyrir 16-25 ára. Bensi spurði um Tvistráðið og Þröstur sagði að á föstudögum væru opnir fundir fyrir Tvistráðið. Hlutverk Tvistráðsins er að hvetja aðra til að mæta og einnig til að skipuleggja starfið. Hugmynd um að stofna miðstigsráð.  Jónas spurði um hvað krakkar væru með mikla peninga á sér og við veltum fyrir okkur sælgætisneyslu ungmenna  og spáðum í því hvernig sporna megi við því. Þröstur ætlar að kanna hvernig fyrirkomulagið sé í öðrum félagsmiðstöðum.  Þröstur var hvattur til að hafa dagskrána sýnilega og aðgengilega.
4. Íþróttamistöð – Hrafnkell Stefánsson. Hann sagði frá því að sundlaugarsvæðið hafði verið stórbætt, hellulagt o.fl. Einnig væru komnar myndavélar sem sýna ofan í sundlaugina, að vísu ætti eftir að tengja þær. Hrafnkell fór yfir aðgangstölur í sundlauginni en ekki hefur verið talið í ræktina. Rætt var um að þá hugmynd að telja í ræktina og voru allar sammála um það. Spáð var í aðferðir, kosti og galla, hvort það eiga að vera einhverskonar skanni eða annað. Rætt var um girðinguna sem er á milli rennibrautar og ,,gamla pottsins og hvort mætti taka hana eða stytta.  Rædd var hugmynd um að búa til skjólvegg í kringum heitu pottana a.m.k. þann heitasta. Rætt var um líkamsræktartækin og hvort merkja ætti þau betur.  Einnig var rætt um endurnýjun tækja og  hvort hlutfall seldra árskorta ætti að fara í tækjakaup.  Hrafnkell talaði um að það þurfi að koma nýtt internet inn í íþróttahúsið óháð skólanum, posinn er að detta út og erfitt getur reynst að rukka ef hann virkar ekki. Svo þarf að mála íþróttasalinn og hressa upp á starfmannaaðstöðu.  Mikið var rætt um gólfið í útiklefunum, það er slæmt og mikið um polla. Hurðirnar á nýju klefunum eru ónýtar. Hrafnkell benti á að sala árskorta virðist vera heldur minni heldur en á sama tíma í fyrra. Óli var beðinn um að auglýsa í Búkollu. Umræða um árskort, mánaðarkort og klippikort,  tilboð og innlögn. Fara þarf yfir verðskránna í sundlaug og íþróttahúsi,einfalda hana, Óli og Hrafnkell gera það fyrir næsta fund. Hrafnkell óskaði eftir umræðu um sumar og vetraropnun og var mikið rætt um hvernig mætti fá fólk og þá sérstaklega heimamen til að koma í sund.  Tillaga um að hafa sumaropnun í maí til ágúst,helgar 10-19, og svo september til apríl, helgar 10-17, tillagan var samþykkt.
5. Ungmennaráð – skipun fulltrúa í ráðið. Skipað var í ungmennaráð.
Aðal Vara
Grunnskóli Dagur Ágústsson Sæbjörg Eva Hlynsdóttir
Grunnskóli Helgi Þór Baldursson Björn Ívar Björnsson
Framhaldsskóli Hrafnhildur Hauksdóttir Birta Þöll Tómasdóttir
Framhaldsskóli Unnur Þöll Benediktsdóttir Assa Ágústdóttir
KFR Marinó Rafn Pálsson Viktor Sölvi Ólafsson
Björgunarsveitin Harpa Sif Þorsteinsdóttir Ekki tiltækur.
Hestamannafélagið Sigurður Anton Pétursson Ekki tiltækur.
GHR Ekki tiltækur
Dímon Sigurður Borgar Ólafsson Kristþór Hróarsson
Spjallað var um það hvernig valið var í það. Nefndin gerði tillögu um að fulltrúar í ungmennaráði fengi greidd nefndarlaun. Tilnefningar voru samþykktar og ungmennaráð hvatt til að halda fund fljótlega. Tillaga um að einn úr íþrótta og æskulýðsnefndinni eða íþrótta og æskulýðsfulltrúi sitji fundi og var sú tillaga samþykkt.6. Samfellan – kynning Ólafur Örn Oddsson. Óli fór yfir samfelluna í vetur. Hún er með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár. Samfellan er á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Samfellan fer vel á stað og virðist vera  lítið um hnökra.
7. Fundarplan 2014-2015.  Bensi kynnti fundarplan Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar. 2015-2016.

14.fundur þri. 16.sept kl. 16:30
15.fundur mið. 5.nóv kl. 16:30
16.fundur mið. 14.jan. kl. 16;30
17.fundur mið. 4.mars kl. 16:30
18.fundur mið. 20.maí kl. 16:30
Samþykkt.

8. Hjólabrettaaðstaða. Einhver áhugi virðist vera fyrir að koma upp svæði fyrir hjólabretta¬áhugamenn. Nefndarmenn tóku vel í þá hugmynd um að koma upp aðstöðu fyrir þá og var Óli beðinn um að koma með hugmyndir fyrir næsta fund um hvað skildi kaupa og hvað áætlaðan kostnað. 
9. Hjóla- gönguleiðir í sveitafélaginu. Rætt var um að koma upp hjóla- og göngustígum í sveitarfélaginu. Hljómar spennandi og það væri gott að hafa lýsingu varðandi notkunargildi en það þarf að vanda lýsingu. Einnig hvort gera mætti  gönguleiðir upp á fjöllin.  
10. Önnur mál: 
a. Óli var beðinn um að fá einhvern til að gera úttek á knattspyrnuvellinum á Hvolsvelli. Hvað þurfi að gera núna í haust m.t.t. að hann verði sem bestur næsta sumar. 
b. Umræða um að færa félagsmiðstöðina. Engin niðurstaða en hugmyndin um að færa hana í kjallara tónlistarskólans ennþá efst á blaði.

Ólafur Örn Oddsson ritaði fundargerð. 
Fundi slitið 19:30