Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd


12. fundur Heilsu- íþrótta og æskulýðsnefndar sem fram fór í Pálsstofu miðvikudaginn 19. mars 2014, kl. 17.00. Mætt voru: Lilja Einarsdóttir, Lárus Viðar Stefánsson, Helgi Jens Hlíðdal, Tinna Erlingsdóttir, Þröstur Sigfússon og Hrafnkell Stefánsson ásamt Ólafi Erni Oddssyni sem ritaði fundargerð. 
Dagskrá:

1. Málefni Íþróttamiðstöðvar  – Hrafnkell Stefánsson
Hrafkell fór yfir stöðuna í íþróttahúsinu. Iðkendur eru  að finna út hvenær er best að koma í ræktina og sund. Mikil ánægja með opnunartímann á morgnanna. Mikið að gera í ræktinni á morgnanna og svo eftir kl: 15:00 á virkum dögum. Þeirri hugmynd var velt upp hvort hægt væri að hleypa í sund kl: 06:00 á sama tíma og í ræktina. Það er hægt og mun Hrafnkell biðja starfsfólk því mæla klór o.fl. þegar starfsmaður númer tvö mætir ef af verður. 
Heilsu- íþrótta og æskulýðsnefnd leggur til að íþróttamiðstöðin verði opnuð, bæði í sund og rækt, kl: 06:00 virka morgna og líkamsrækt kl: 09:30 um helgar. 
Opnunartími sundlaugarinnar hefur verið verið skipt í 3 tímabil. Sumar-, vetur- og maí/september. Vegna aukinnar starfsemi í íþróttamiðstöð leggur Heilsu- íþrótta- og æskulýðsnefnd til að sumaropnunartíminn verði frá 1. maí – 30. september og vetrartímabilið verði 1. október – 30. apríl. 
Rætt var um opnunartíma um jól, áramót og páska. Íþróttamiðstöðin hefur verið lokuð á föstudaginn langa og á páskadag. Umræðum um að breyta því. Ólafur ætlar að kanna hvernig þetta er í sveitarfélögunum í kringum okkur og vinna að málinu með Hrafnkatli.
Hrafnkell yfirgefur fundinn.
2) Málefni félagsmiðstöðvar – Þröstur Freyr Sigfússon
Þröstur fer yfir stöðu mála í félagsmiðstöðinni. Mikið að gera á haustönn. Miklir viðburðir eins og  söngvakeppni, samfestingur, rímnaflæði, Landsmót Samfés og Stíll. Opnunartíminn var aukinn og það eru um 100 krakkar að mæta á viku. Þröstur kynnti tillögu breytingu á eldhúsi í félagsmiðstöðinni og eins var hann með hugmyndir um búa til skilrúm.  Hann óskaði eftir því að kaupa eldavél og uppþvottavél. Mikill vilji fyrir matarklúbb í félagsmiðstöðinni. Gott væri að byrja á eldhúsinu og taka svo skilrúmin í haust.  Hann hefur fengið tilboð frá fyrirtækum en eins væri hægt að kaupa þetta notað. Nefndi hvatti hann til þess að kaupa umrædd tæki, en kostnaður er innan innan fjárhagsramma félagsmiðstöðvarinnar. Hugmynd með kvöldopnanir í júní fyrir unglinga og svo jafnvel líka fyrir miðstig. Ýmsir viðburðir mögulegir. 
Ungmennahúsið verður opnað n.k. miðvikudag 26. mars og verður svo opið einn eða tvo föstudaga fram á vor/sumar. Opnunartími félagsmiðstöðvarinnar verður aukinn í verkfalli framhaldsskólanema til að koma til móts við þennan aldurshóp.  Þröstur ætlar að opna Facebook síðu og auglýsa það og/eða hringja.
Þröstur yfirgefur fundinn.
3) Staða mála í málaflokknum – Ólafur Örn Oddsson, Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Rangárþings eystra
Ólafur Örn fór yfir stöðuna í málaflokknum. Búið er að gera starfslýsingu fyrir forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar sem og fyrir flokk- og verkstjóra vinnuskólans. Búið er að auglýsa eftir flokk- og verkstjórum og hafa allmargar umsóknir borist. Einnig er búið að búa til verkferla fyrir viðburði sem félagsmiðstöðin og skólinn eru saman með til að auðvelda alla vinnu. Búið er að finna verðlaunagripaskáp fyrir íþróttamiðstöðina og svo verða settar upp myndir í kjölfarið. 
Tour de Hvolsvöllur verður laugardaginn 28. júní og er undirbúningur í fullum gangi. Lagt verður af stað frá Reykjavík og frá Selfossi. Umræða er um hvort leggja eigi einnig af stað frá Hellu, leiðin á milli Hellu og Hvolsvallar er hættuleg, sérstaklega fyrir óvana hjólreiðamenn. 
Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd leggur til að hafa einnig innanbæjarkeppni á Hvolsvelli. 
Gunnlaugssundið sem haldið var nú í fyrsta skipti í Rangárþingi eystra þann 11. mars fór vel fram og syntu rúmlega 100 manns 81,5 km. Þeirri upphæð sem safnað var verður varið til að viðhalda gömlu Seljavallalaug. Verið er að vinna í að gera eitthvað skemmtilegt sumardaginn fyrsta og er Árný Lára og Ólafur að skoða það. Til stendur að halda alþjóðlega fjallahjólakeppni á suðurland í september 2015 og er Ólafur tengiliður Rangárþings eystra við mótshaldara.
4) Skólahreysti 2014 – Lárus Viðar og Helgi Jens.
Skólahreysti verður 26. mars. Hvolsskóli sendir keppendur til leiks í skólahreysti þetta árið eins og fyrri ár. 4. Keppendur verða valdir ásamt varamönnum. Helgi Jens spyr hvort félagsmiðstöðin muni greiða einhvern kostnað vegna skólahreysti. Það verður ekki gert í ár og mun skólinn sjá um þann kostnað skv. upplýsingum Skólastjóra, enda sé keppnin á vegum Hvolsskóla og á skólatíma.
5) Fundargerðir Ungmennaráðs.
Fundargerð 6. fundar Ungmennaráðs 29.11.2013 – samþykkt.
Fundargerð 7. fundar Ungmennaráðs 07.03.2014 – samþykkt.

6) Önnur mál: 
Leikjanámsskeið í sumar. Ólafur var beðinn um hefja undirbúning þeirrar vinnu.
Hugmynd um að frítt yrði í sund t.d frá 08:00 – 14:00 fyrir framhaldsskólanemendur á meðan á verkfalli stæði og koma með því móti til móts við nemendurna.
Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefnd leggur til að það verði gert.
Fundi slitið kl: 18:36