Markaðs- og menningarnefnd Rangárþings eystra óskar eftir tilnefningum frá íbúum fyrir Samfélagsviðurkenningu Rangárþings eystra 2023
Viðurkenningin er veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Rangárþingi eystra sem þykir standa sig afburða vel í að efla samfélagið, þeim sem hafa með gjörðum sínum og framgöngu látið gott af sér leiða og verið öðrum góð fyrirmynd.