Þorrablót Vestur-Eyfellinga verður haldið í félagsheimilinu Heimalandi, laugardaginn 18. febrúar. Húsið opnar klukkan 19:00 en borðhald hefst klukkan 20:00.

Þann 18. febrúar 2023 verður langþráð þorrablót Búnaðarfélags Vestur Eyfellinga haldið að Heimalandi, félagsheimili okkar, sem Guðmundur Guðmundsson á Núpi byggði fyrir okkur.
Margt hefur gerst í moðhaugnum á þeim þremur árum sem liðin eru síðan þorrablót var haldið síðast. Von verður á mörgum og hörðum skotum og engum hlíft.
Matur verður nægur og mikið dansiball fram á nótt