Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin á myndlistarsýninguna Löng helgi #3 sem opnar í Miðgarði á Hvolsvelli föstudaginn 27.janúar kl 17. Sýningunni lýkur sunnudaginn 29.janúar kl 17.
Löng helgi #3 er þriðji hlutinn í röð samsýninga sem hófst á Oddsson hostel við Hringbraut í Reykjavík haustið 2021. Annar hluti opnaði á Hótel Hafnarfjalli við Borgarnes í lok janúar 2022.
 
Löng helgi er könnun á næmi og ofnæmi í breyttri heimsmynd þar sem tími og rými hafa öðlast aðra merkingu. Verkin á sýningunni leysa úr læðingi eiginleika og ágenga strauma sem leynast í loftinu og leita stöðugt á okkur í bilinu milli ákveðinnar fjarlægðar og sjaldgæfrar nándar. Hvert verk mælir sér mót við sýningargestinn úr óvæntri átt og leiðir um innviði gistiheimilisins frá einum kringumstæðum yfir í aðrar.
Staðsetning sýningasyrpunnar Löng helgi á yfirgefnum, afviknum eða tímabundið lokuðum gistiheimilum er afgerandi undirtónn verkanna sem mynda marglaga og hugvekjandi tengsl sín á milli í nánu samtali við sýningargestinn.
Þátttakendur í Löng helgi #3 eru Ásta Fanney Sigurðardóttir, Eygló Harðardóttir, Freyja Eilíf, Friðgeir Einarsson, Gígja Jónsdóttir, Haraldur Jónsson, Logi Bjarnason, Logi Leó Gunnarsson, Margrét Helga Sesseljudóttir, Serge Comte, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir, Stefán Hermannsson, Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason.
 
Verkefnið er styrkt af Myndlistarsjóði, Launasjóði listamanna, Sóknaráætlun Suðurlands og Midgard Base Camp.
//
It is our great pleasure to invite you to the exhibition Long weekend #3 which opens in Midgard Base Camp in Hvolsvöllur on Friday January 27th at 5 pm.
Long weekend #3 is the third part of an exhibition project, which first took place in 2021 in Oddson hostel, an abandoned facility in Reykjavík. The second part took place in 2022 at Hótel Hafnarfjall in Borgarnes.
The project, Long weekend, is an experiment in making visible some aspects of latent undercurrents in our times and takes on themes such as insistent elements in our surroundings which affect us everyday. The works in Long weekend #3 are an endeavour to capture the multiple sensibilities as well as the various susceptibilities during times of rapid change where time and space have acquired another meaning.
The exhibition lingers on the border of a certain distance and a peculiar intimacy while aiming to unravel symptoms and qualities in the zeitgeist. The artists approach the facility like an archaeological site, a place that contains phenomenal contemporary evidences. The works seeks to stimulate and activate inner locations and communicate with the viewers through installations, ongoing processes, sound, projections and participatory works.
 
Participants of Long weekend #3 are Ásta Fanney Sigurðardóttir, Eygló Harðardóttir, Freyja Eilíf, Friðgeir Einarsson, Gígja Jónsdóttir, Haraldur Jónsson, Logi Bjarnason, Logi Leó Gunnarsson, Margrét Helga Sesseljudóttir, Serge Comte, Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir, Stefán Hermannsson, Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason.
The project is supported by the Icelandic Visual art fund, The artist salary fund, The Southern Development fund and Midgard Base camp.