Midgard Base Camp byrjar sumarið með krafti og heldur þrenna tónleika á fimm dögum.

Það er heimamaðurinn Árni Þór Guðjónsson sem að ríður á vaðið og laugardagskvöldið 12. júní kl. 20:00 heldur hann tónleikana Ekki er öll vitleysan eins. Árni Þór mun fara létt yfir ferilinn, leika lög sem hafa heillað hann í gegnum tíðina ásamt því að leyfa gestum að heyra eitthvað af hans eigin efni. 

Tónleikar Árna Þórs

Sunnudagskvöldið 13. júní kl. 21:00 eru það svo Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn sem stíga á svið. Dagskrá tónleikanna þeirra samanstendur af ljúfum tónum úr öllum áttum, þeirra uppáhalds lög í bland við aðrar tónlistarperlur og einnig þeirra eigin lög.

Tónleikar Valdimars og Arnar Eldjárn

Það er svo Valborg Ólafs sem slær botninn í þessa tónleikaveislu ásamt hljómsveit sinni miðvikudagskvöldið 16. júní kl. 20:00. Hljómsveitin hefur verið að vinna að nýrri plötu sem kemur út þann 11. júní n.k. og eru þessir tónleikar gerðir til þess að fagna því og munu lögin á plötunni verða að mestu leyti flutt ásamt eldri lögum sem komu út á seinustu plötu.

Tónleikar Valborgar Ólafs