Rangárþing eystra auglýsir eftirfarandi störf fyrir sumarið 2023.

Þrjá verkstjóra vinnuskólans og starfsmenn hjá Áhaldahúsi við Ormsvöll.

 

Verkstjóri vinnuskólans heyrir undir garðyrkjustjóra. Hann skal vera góð fyrirmynd, reyklaus og hafa reynslu af vinnu með unglingum.

Starfssvið: Leiðbeinandi og stýrir vinnuskólanum,

Skilar tímaskráningu til launafulltrúa

Skilar greinargerð við sumarlok.

Hæfniskröfur: Stjórnunarhæfileiki

Samskipta- og skipulagsfærni

Ökuréttindi (D1- akstur bifreiðar með allt að 16 manns auk eftirvagns er kostur).

Starfsmenn áhaldahúss heyra ýmist undir verkstjóra áhaldahúss eða garðyrkjustjóra, fer eftir vinnuflokki starfsmanna. Lágmarksaldur 17 ár og hafi ökuréttindi. Vinnuvélaréttindi er kostur.

Starfssvið: Lóðir og umhverfi sveitarfélagsins.

Hæfniskröfur: Góða samskiptahæfileika

Vinnusemi og stundvísi.

 

Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2023.

Umsókn sendist til umhverfis-og garðyrkjustjóra á gudrunbjork@hvolsvollur.is

Athugið - Takmarkaður fjöldi starfa er í boði.