Starf fulltrúa á skrifstofu Rangárþings eystra er laust til umsóknar. Starfshlutfall er 100%.

Starfssvið

  • Móttaka og almenn skrifstofustörf
  • Ritari nefnda á vegum sveitarfélagsins
  • Aðstoð við gerð samninga, reglna og ýmissa skjala á skrifstofu sveitarfélagsins
  • Öll almenn störf gjaldkera
  • Afleysingar í fjárhagsdeild sveitarfélagsins. Færsla bókhalds, afstemmingar, reikningagerð og svo frv.
  • Önnur tilfallandi verkefni á skrifstofu sveitarfélagsins.

Hæfniskröfur og menntun:

  • Stúdentspróf – háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Nám til viðurkenningar bókara
  • Reynsla og þekking á bókhaldi er skilyrði og þekking á bókhaldi sveitarfélaga mikill kostur.
  • Mjög góð færni á rituðu máli
  • Mjög góð almenn tölvukunnátta
  • Reynsla af OneSystem skjala- og fundakerfi æskileg
  • Reynsla af Navision bókhaldskerfi skilyrði
  • Nákvæmni og skipulagni í vinnubrögðum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Jákvæðni og góðir samskiptahæfileikar

Starfskjör og laun eru í samræmi við samninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi.

Rangárþing eystra er heilsueflandi samfélag í stöðugri sókn. Sveitarfélagið leggur ríka áherslu á samvinnu, virðingu og vellíðan á vinnustað. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Jóna Ísólfsdóttir skrifstofu- og fjármálastjóri, sími 488-4200. Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf sem ber að skila á netfang margretjona@hvolsvollur.is fyrir 14. mars 2022.