Seljalandsskóli til leigu

Rangárþing eystra auglýsir húsnæði Seljalandsskóla til leigu til atvinnurekstrar. Húsnæðinu hefur verið breytt í 13 herbergja gistiheimili og er gistirými fyrir allt að 42 manns. Húsnæðið er samtals 495m2.

Húsið verður til sýnis mánudaginn 3. maí 2021 frá kl 13-15.

Óskað er eftir tilboðum í leiguna, en um að að ræða langtímaleigu og skal tilboðum skilað á skrifstofu Rangárþings eystra, Austurvegi 4 860 Hvolsvelli eða með tölvupósti á hvolsvollur@hvolsvollur.is fyrir kl 16:00 föstudaginn 14. maí 2021. Leigutaki skal vera skuldlaus við sveitarfélagið. Rangárþing eystra áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.

Nánari upplýsingar veitir Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri í síma 488-4200 eða lilja@hvolsvollur.is

Sveitarstjóri Rangárþings eystra

Auglýsingin m. myndum