Verkefnisstjóri óskast

Njálurefilinn ses. leitar að drífandi einstaklingi sem er sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur reynslu af áætlanagerð og verkefnastjórnun.

Um verkefnið:

Njálurefilinn var saumaður á Hvolsvelli á árunum 2013 til 2020. Um er að ræða handsaumað veggteppi úr hör og ull sem er 50 cm á hæð og 90 metra langt og segir Njálssögu á myndrænan hátt.

Starf verkefnisstjóra felst fyrst og fremst í því að afla gagna og vinna að áætlanagerð og framkvæmd þeirra. Jafnframt að skapa umgjörð um listaverkið til sýningar og kynna það, en verkið hefur mikla þýðingu í ferðaþjónustu og í samfélagi heimamanna.

Njála er ein þekktasta fornsagan sem við Íslendingar eigum og mjög margir erlendir ferðamenn og fræðimenn gera sér ferð til landsins til að skoða sögusvið sögunnar, sem er ljóslifandi allt í kringum okkur á Suðurlandi.

Menntunar- og hæfniskörfur:

  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Menntun sem nýtist í starfi, svo sem við gerð viðskipta-, kostnaðar-, og markaðsáætlunar
  • Þekking á sögu og menningu, svo sem Njálssögu og miðöldum er æskileg.
  • Þekking á vefumsjónarkerfum og vinnu við samfélagsmiðla.
  • Reynsla af gerð styrktarumsókna æskileg.

Tímarammi starfs:

Gert er ráð fyrir að verkefnið standi yfir í 6 mánuði með endurskoðun um framhald að þeim tíma liðnum. Starfið er án staðsetningar en verkefnisstjóri mun hafa aðgengi að vinnurými á Hvolsvelli. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í febrúar 2024

Umsóknarfrestur og upplýsingar

Umsóknir skal senda á netfangið hvolsvollur@hvolsvollur.is fyrir 31. janúar nk.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Tómas Birgir Magnússon, tomas@hvolsvollur.is