Ágætu íbúar Hvolhrepps og Hvolsvallar.

Kynning á Héraðsskjalasafni Rangæinga og Vestur – Skaftfellinga og aðgengi að gögnum sem eru í varðveislu safnsins og tengdum stofnunum verður í Héraðsbókasafninu mánudaginn 21. mars kl. 13:30.

Í 4. grein reglugerðar um héraðsskjalasöfn segir að afhendingarskyldir aðilar séu meðal annars sóknarnefndir, búnaðarfélög, búfjárræktarfélög, íþrótta og ungmennafélög og önnur menningarfélög.

Af þessu svæði vantar m. a. gögn sóknarnefndar, búnaðarfélags, hrossaræktarfélags, kvenfélags Einingar, veiðifélags Eystri Rangár og golfklúbbnum.

Einnig eru tekin til varðveislu gögn frá einstaklingum.

Einar G. Magnússon Héraðsskjalavörður.