Hringrás hefur nú lokið hreinsunarstörfum í sveitarfélaginu að þessu sinni og í heildina voru um 200 tonn af málmi og öðru efni flutt til förgunar. Í byrjun var fyrirtækið fengið til starfa við að hreinsa upp efni á lóðum milli Ormsvallar og Dufþaksbrautar. Hringrás gaf svo kost á því að íbúar gátu haft samband ef þeir væru með ónýta bíla eða annað sem féll undir starfsemi Hringrásar og eins og áður sagði voru á endanum flutt rúmlega 200 tonn í burtu. Hringrás vildi koma á framfæri þökkum fyrir sig og að sama skapi þakkar Rangárþing eystra fyrirtækinu fyrir frábæra þjónustu og liðlegheit við þessa vinnu.