Rangárþing eystra auglýsti í tvígang eftir því að eigendur á gámasvæði Hvolsvallar myndu senda inn upplýsingar um nafn, kennitölu, hvaða gám þeir eigi og stærð hans. Auglýsingarnar skiluðu góðum árangri og þökkum við fyrir það. Sveitarfélagið gaf frest til að skila inn áður nefndum upplýsingum en áskildi sér þann rétt að láta fjarlægja þá gáma sem ekki voru tilkynntir.

Skipulags- og byggingarembættið óskar eftir að eigendur sæki um stöðuleyfi fyrir gámunum með vísan í kafla 2.6. í byggingareglugerð nr. 112/20212. Eyðublað fyrir umsókn um stöðuleyfi er að finna á vefsíðu sveitarfélagsins: www.hvolsvollur.is. Vinsamlegast vísið í númer gámastæðis samkvæmt þessu yfirlitsskjali yfir svæðið.

Samkvæmt gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa kostar 40 feta gámur 43.993 kr. og 20 feta gámur 25.139 kr. fyrir 12 mánuði en stöðuleyfi eru aðeins veitt til 12 mánaða í senn.

Liggi ekki fyrir umsókn frá og með 2. febrúar 2024 fer sveitarfélagið fram á að gámurinn verði fjarlægður á kostnað eigenda.

Velkomið er að hafa samband við sveitarfélagið í gegnum bygg@hvolsvollur.is