Axel Edilon Guðmundsson, frá Hvolsvelli, og liðsfélagar hans í Selfoss eSports urðu í gær Íslandsmeistarar í Call of Duty Black Ops Cold War en Íslandsmótið kláraðist í gær, sunnudaginn 6. júní. Axel var liðsstjóri Selfoss eSports sem bar sigurorð af Mowo.

Hægt er að horfa á endurspilun af leiknum hér á Twitch rás Rafíþróttasambands Íslands.

Þess má geta að nýverið var stofnuð rafíþróttadeild Dímonar - Dímon e-sport en þar er Axel Edilon einmitt varamaður í stjórn og verður yfirþjálfari þegar æfingar hefjast í haust.