Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga vegna deiliskipulags í Rangárþingi eystra.

Austurvegur 14 – Deiliskipulagsbreyting

Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir 1-3 hæða hótelbyggingu með 282 gistiherbergjum ásamt sýningar- og ráðstefnusal. Hámarks byggingarmagn fer úr 6.000 m² úr 14.000 m², nýtingarhlutfall fer úr 0.19 í 0.46 og fjöldi bílastæða fer úr 158 í 220.

Rauðuskriður – Deiliskipulagsbreyting

Deiliskipulagið gerir ráð fyrir 25 gestahúsum til útleigu til ferðamanna, fjórar frístundalóðir og lóð fyrir nýtt íbúðarhús. Gestahúsin verð 15 m2 með hámarks 3,5 m. mænishæð, íbúðarlóðin heimilar 200 m2 íbúðarhús, bílskúr og allt að 50 m2 garðhýsi, hámarks byggingarmagn lóðar má vera allt að 1.000 m2 og mænishæð 6 m. Á frístundarlóðunum er heimilt að byggja allt að 180 m2 á hverri lóð, eitt frístundarhús, gestahús, geymslu og gróðurhús. Hámarks mænishæð er allt að 4 m.

Ofangreinda deiliskipulagstillögur er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 17.janúar 2024. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillöguna, og er frestur til að skila inn athugasemd til og með 28. febrúar 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er aðalskipulagstillaga auglýst í Rangárþingi eystra

Rauðuskriður – Aðalskipulagsbreyting

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta 32,3 ha. landbúnaðarlandi (L1) í verslunar- og þjónustusvæði (ÞV).

Ofangreind skipulagstillaga verða kynntar fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarembætti Rangárþings eystra, miðvikudaginn 31. febrúar 2024 kl 10:00 til 12:00, að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

Að auki er hægt að nálgast skipulagslýsingarnar á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 17.janúar 2024 með athugasemdarfrest til og með 28. febrúar 2024. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

F.h. Rangárþings eystra

Þóra Björg Ragnarsdóttir

Fulltrúi skipulags- og byggingarsviðs.