Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Brúnir 1 – Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagstillagan nær til 1,6 ha svæðis þar sem gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, auk bílastæðis og leik/útisvæðis. Þjónustumiðstöðin getur verið allt að 115 m2 að grunnfleti, með bílastæði fyrir allt að 100 fólksbíla og 6 hópferðabíla.

Greinargerð

Uppdráttur

 

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024.

Brúnir 1 – Aðalskipulagsbreyting

Aðalskipulagsbreytingin nær til 1,6 ha svæðis, í landi Brúna 1, Rangárþingi eystra. Breytingin felst í því að landbúnaðarsvæði (L) verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ).

Aðalskipulagsbreyting

Umhverfisskýrsla

 

Ofangreindar tillögur að skipulagsbreytingum er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2019. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 3. apríl 2019. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

F.h. Rangárþings eystra

Guðmundur Úlfar Gíslason

Fulltrúi skipulags- og byggingarmála