Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

Austurvegur við Hvolsvöll – breyting á deiliskipulagi

Með deiliskipulagsbreytingunni eru gerðar breytingar á byggingarreitum við Austurveg á Hvolsvelli. Verið er að sameina og breyta lóðum, breyta byggingarmagni ásamt því að gera ráð fyrir hleðslugarði við Austurveg 1a.

 

Ofangreinda tillögu er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og á viðtalstíma hjá skipulags- og byggingarfulltrúa. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar og er athugasemdarfrestur veittur frá 24. júlí til og með 3. september 2025. Athugasemdum skal skila í gegnum Skipulagsgáttina eða skriflega í Skipulagsgáttina eða til skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra að Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

F.h. Rangárþings eystra

Þóra Björg Ragnarsdóttir

Skipulags- og byggingarfulltrúi Rangárþings eystra