Á vormánuðum 2025 fer af stað framkvæmd við gatnagarð í Stóragerði á Hvolsvelli.
________________________________________
Stærsta einstaka fjárfesting Rangárþings eystra árið 2025 er endurnýjun gatnagerðar í Stóragerði á Hvolsvelli, en kostnaðaráætlun þess verkefnis er um 200 milljónir króna. Um er að ræða verulega umfangsmikið verk sem tekur til endurnýjunar lagna, yfirborðs gatna og gangstétta. Nauðsynlegt er að ráðast í þessa endurnýjun eldri gatna á Hvolsvelli þar sem innviðir þeirra eru allir komnir á tíma. Eins stuðlar framkvæmdin að öruggara umhverfi fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur. Framkvæmd sem þessi þarf að vera mjög vel skipulögð og í góðu samráði við íbúa, veitufyrirtæki, verktaka o.fl.
Áætlað er að verkið hefjist í lok apríl 2025 þar sem byrjað verður á áfanga 2 frá Litlagerði að Nýbýlavegi og að þeim verði lokið seinni part ársins 2026.
Framkvæmdaaðilar eru Gröfuþjónustan á Hvolsvelli og Smávélar ehf. Verkfræðistofan Efla mun sjá um eftirlit með verkinu.
Verkið felur í sér að jarðvegsskipta götu, endurnýja fráveitu, hitaveitu, ídráttarör, ljósastauralagnir og ljósastaura og mögulega heimæðar vatnsveitu. Einnig skal endurnýja lagnir Mílu og RARIK.
Áhersla verður lögð á að tryggja umferðaröryggi í götunni, við gatnamót Vallarbrautar og Stóragerðis verður komið fyrir stærri og betri gönguþverun.
Gönguþverun út frá Mundasundi verður færð til vesturs en með því bætist umferðaröryggi gangandi vegfarenda talsvert.
Einnig verður gönguþverun við Nýbýlaveg endurgerð.
Upplýsingar um framkvæmdina verða uppfærðar þegar því ber við og munu hjáleiðir verða sérstaklega auglýstar.