Leikjanámskeið í sumar fyrir börn fædd 2017 - 2014

Sveitarfélagið Rangárþing eystra mun standa fyrir leikjanámskeiði

fyrir börn fædd 2017 – 2014 í sumar. Námskeiðið verður eins og í fyrra frá kl. 08:00 – 12:00. Námskeiðið hefst fimmtudaginn 6. Júní. Hægt er vera alla dagana eða hluta af þeim. Námskeiðinu lýkur föstudaginn 28. júní.

Stjórnendur Óðinn Magnússon og Aron Liljar auk starfsmanna úr 10. bekk.

Dagurinn kostar 1500 krónur og er skráning á sportabler www.abler.io

 

Leikja- og tómstundanámskeið fyrir börn fædd 2014 – 2011.

Eins og í fyrr verður einnig námskeið fyrir eldri börnin. Laufey Hanna forstöðumaður í félagsmiðstöðinni Tvistinum verður með sumarnámskeið fyrir börn fædd 2014 – 2011 í sumar. Námskeiðið verður frá kl. 13:00 – 15:00. Hægt er að velja um eina, tvær eða þrjár vikur. Námskeiðið hefst mánudaginn 10. júní og er síðasti dagur 28. júní. Börn fædd 2014 geta því valið hvort þau verði fyrir hádegi með yngri börnum eða eftir hádegi með eldri börnum.

Umsjón Laufey Hanna, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar.

Dagurinn kostar 1000 krónur og er skráning á sportabler www.abler.io

 

Upplýsingar gefur,

Ólafur Örn Oddsson, íþrótta og æskulýðsfulltrúi olafurorn@hvolsvollur.is