Fimmtudagskvöldið 15. febrúar fór fram söngkeppni Tvistsins sem haldin var í matsal Hvolsskóla. Keppendur voru unglingar í 8.-10. bekk og voru samtals 6 atriði. Allir keppendur stóðu sem með miklum sóma og í raun voru þau, eins og dómnefndin sagði, öll sigurvegarar. En í keppni þar einhver að vinna. Í þriðja sæti voru þær Margrét, Bergrún og Védís sem tóku lagði ,,Ekkert sem breytir því” með Sálinni, Eik var á bassa og Fannar Óli á gítar. Í öðru sæti var það Fannar Óli sem söng lagði ,,Farin” með hljómsveitinni Skítamóral og spilaði gítar, Védís var á píanói, Eik á bassa, Bergrún á trommur og Margrét og Björk voru bakraddir. Sigurvegarar kvöldsins voru Björk sem söng lagið ,, Er nauðsynlegt að skjóta þá” eftir Bubba Morthens, Fannar Óli á gítar, Védís á píanói, Eik á bassa og Bergrún á trommur. Þau keppa fyrir hönd Tvistsins á USSS (Undankeppni söngkeppni Samfés á Suðurlandi).

Kynnar kvöldsins voru þau Helga Dögg Ólafsdóttir og Guðjón Ingi Guðlaugsson sem fóru algjörlega á kostum og héldu uppi góðri stemningu.

Dómnefndina skipuðu þau Elísabeth Lind Ingólfsdóttir, Írena Víglundsdóttir og Einar Þór Guðmundsson. Tónlistar- og tæknistjórar voru þær Ingibjörg Erlingsdóttir og Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir og fá þær alveg sérstakar þakkir.