Tekið af heimasíðu HSK

Héraðsmót unglinga í blaki var haldið á Hvolsvelli sl. föstudag, þann 22. mars sl. og mættu samtals tíu lið til leiks frá fimm félögum.

Unglingamót HSK var fyrst haldið árið 1980 og frá 1999 hefur verið keppt í drengja- og stúlknaflokki á mótinu.

Það var gaman að sjá keppendur að nýju úr uppsveitum Árnessýslu, en Laugdælir sendu lið í báða flokka. Unglingar þaðan hafa ekki mætt á mótið síðan 2015. Þá sendu Laugdælir og Hrunamenn sameiginlegt lið í stúlknaflokk og hafa Hrunamenn ekki verið meðal þáttttakenda á mótinu síðan árið 2000.

Spilað var upp í 21 stig í hrinu og leiknar voru tvær hrinur í hverjum leik, þ.e. engin oddahrina.

Dímon vann HSK meistaratitilinn bæði í stúlkna- og drengjaflokki, eins og oft áður. Dímon hefur nú unnið drengjaflokkinn í 20 skipti og 19 sinnum hefur félagið fagnað sigri í stúlknaflokki.

Stúlknaflokkur:

Úrslit leikja:

Laugd./Hrun – Dímon B 14-21, 16-21

Laugdælir – Dímon C 21-12, 21-10

Laugd./Hrun – Dímon A 21-14, 9-21

Laugdælir – Dímon B 14-21, 20-21

Dímon A – Dímon C 21-7, 21-12

Laugd./Hrun – Laugdælir 21-17, 21-14

Dímon A – Laugdælir 21-8, 21-8

Laugd./Hrun – Dímon C 21-13, 21-9

Dímon B – Dímon A 20-21, 21-11

Lokastaðan:

  1. Dímon B 7 unnar hrinur
  2. Dímon A 6 unnar hrinur
  3. Laugd./Hrun 5 unnar hrinur
  4. Laugdælir 2 unnar hrinur
  5. Dímon C 0 unnar hrinur

 

Drengjaflokkur

Úrslit leikja:

Hamar – Garpur 12-21, 10-21

Laugdælir – Dímon B 21-9, 21-7

Dímon A – Garpur 21-10, 21-14

Hamar – Dímon B 21-19, 20-21

Dímon A – Laugdælir 21-12, 21-20

Dímon B – Garpur 14-21, 13-21

Hamar – Dímon A 2-21, 5-21

Garpur – Laugdælir 21-19, 17-21

Dímon A – Dímon B 21-8, 21-11

Laugdælir – Hamar 21-6, 21-10

 

Lokastaðan:

  1. Dímon A 8 unnar hrinur
  2. Laugdælir 5 unnar hrinur
  3. Garpur 5 unnar hrinur
  4. Dímon B 1 unnin hrina
  5. Hamar 1 unnin hrina

Mynd: Liðin sem unnu til verðlauna í stúlknaflokki