Á 325. fundi sveitarstjórnar Rangárþings eystra voru gerðar minni háttar breytingar á reglum um garðslátt fyrir ellilífeyris- og örorkulífeyrisþega.

Breytingarnar skerpa á því að fari fram rekstur eða ef húsnæði sem ellilífeyris og örorkulífeyrisþegar er með lögheimili á er í útleigu í styttri eða lengri tíma fellur réttur til garðsláttar niður.

Hægt er að kynna sér reglurnar í heild sinni hér.