Tilkynning frá Veitum - Heitavatnslaust á Hvolsvelli og nágrenni 2.júlí frá 16:00 til 19:00.
24.06.2025
Tilkynning frá Veitum:
Kæru íbúar,
Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust á Hvolsvelli og nágrenni þann 2. júlí frá kl 16:00 til kl 19:00. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Veitna: www.veitur.is.
Til að lágmarka hættu á slysum eða tjóni þegar heita vatnið kemst á aftur er mælt með að skrúfa fyrir alla heitavatnskrana. Húseigendur eru hvattir til að yfirfara innanhússkerfi sín og tryggja að allt sé í lagi áður en vatnsflæðið hefst að nýju.
Kær kveðja, starfsfólk Veitna
Þjónusturáðgjöf okkar er opin alla virka daga kl. 9:00 - 16:00 og neyðarsími allan sólarhringinn í síma 516 6161.