Fréttir og tilkynningar

17.júní hátíðarhöld í Rangárþingi eystra

Það verða 17. júní hátíðarhöld á fjórum stöðum í sveitarfélaginu í ár. Við hvetjum þá íbúa sem eiga þjóðbúninga að mæta í þeim ef veður leyfir en það setur skemmtilegan svip á hátíðarhöldin. Þar að auki er lýðveldið 80 ára í ár og þeim mun meiri ástæða til að viðra þjóðbúninga.

Hreyfum okkur í allt sumar

Það verður nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna og alla aldurshópa í sumar. Njótum sumarsins og verum dugleg að hreyfa okkur ⚽️🏊‍♂️🚴‍♂️☀️

Sumarnámskeið fyrir börn fædd 2017 - 2011

Sveitarfélagið Rangárþing Eystra býður upp á sumarnámskeið fyrir börn fædd 2017 - 2011. Annars vegar leikjanámskeið fyrir börn fædd 2017 - 2014 og hins vegar leikja- og tómstundanámskeið fyrir börn fædd 2014 - 2011. Hægt er að skrá sig í gegnum Sportabler hér https://www.abler.io/shop/rangarthingeystra eða skanna kóðann á myndinni með símanum.

Minnisblað sveitarstjóra, lagt fram á fundi sveitarstjórnar 13. júní 2024

Að venju stikla ég hér á stóru um nokkur af þeim helstu verkefnum sem við hjá Rangárþingi eystra og aðrir í sveitarfélaginu okkar erum að fást við þessa dagana.

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra

Skipulags- og byggingarembætti Rangárþings eystra auglýsir opið hús vegna aðal- og deiliskipulags- breytinga við Steina og Hvassafell. Skipulagsbreytingarnar verða til kynna í félagsheimilinu Heimalandi, 861 Hvolsvelli, miðvikudaginn 19. Júní frá kl. 16:00 til 18:00.

Sundleikfimi eldri borgara

Það var líf og fjör hjá eldri borgurum í sundlauginni á Hvolsvelli í morgun. Hópurinn hittist tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga, ýmist á Hvolsvelli eða á Hellu. Eftir sundi var að sjálfsögðu boðið upp á kafii í heita pottinum og heimsmálin rædd. Umsjón hefur Drífa Nikulásdóttir.
  • Velkomin heim

    Sjáðu viðtöl við íbúa sveitarfélagsins

Viðburðir

Samstarfsaðilar