Fréttir og tilkynningar

Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa

Rangárþing eystra auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa hjá embætti skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra.

Arnar Jónsson lætur af störfum sem aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa

Arnar Jónsson lætur af störfum sem aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa frá og með 31. júlí 2024. Rangárþing eystra þakkar Arnari fyrir sín störf í þágu sveitarfélagsins og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fundarboð - 260. fundur byggðarráðs Rangárþings eystra

260. fundur byggðarráðs Rangárþings eystra verður haldinn í fjarfundi, fimmtudaginn 18. júlí 2024 og hefst kl. 08:15.

Malarhjólakeppnin The Rift 2024

Helgina 19. og 20.júlí verður malarhjólakeppnin The Rift haldin á Hvolsvelli og nágrenni. Keppnin var fyrst haldin 2019 og hefur farið vaxandi síðan. Uppselt er á keppnina í ár og nýtur hún mikilla vinsælda hjá bæði innlendu og erlendu hjólafólki. Í ár er fjöldi keppenda 1200 manns og fylgir því bæði aðstoðarfólk og stuðningsfólk. Það verður því nóg um að vera á Hvolsvelli þessa helgina.

Bæjarins Beztu á Hvolsvöll

Það er gaman að segja frá því að Bæjarins Beztu hafa opnað svokallaðan popup stað á Hvolsvelli í Lava center.

Ný Náttúruverndarstofnun á Hvolsvelli

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, um­hverf­is-, orku- og loft­lags­ráðherra, hef­ur tekið ákvörðun um að aðset­ur þriggja nýrra stofn­ana ráðuneyt­is­ins verði utan höfuðborg­ar­svæðis­ins. Aðsetur nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar verður á Akureyri, Náttúrufræðistofnun á Vesturlandi og Náttúrverndarstofnun á Hvolsvelli.
  • Velkomin heim

    Sjáðu viðtöl við íbúa sveitarfélagsins

Viðburðir

Samstarfsaðilar