Fimm sveitarfélög sameina krafta sína með nýrri vefsíðu.
Íbúar í Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Ásahreppi, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi geta nú fagnað tilkomu nýrrar sameiginlegrar frístunda- og viðburðasíðu sem ber nafnið Suðurlíf. Síðunni er ætlað að sameina alla viðburði og frístundir í sveitarfélögunum á einn stað til að einfalda íbúum að finna viðburði, íþróttastarf og aðrar frístundir sem standa til boða.