Fréttir og tilkynningar

Minnisblað sveitarstjóra janúar 2025

Hér má finna fyrsta minnisblað sveitarstjóra á þessu ári. Minnisblaðið tekur á því helsta sem um er að vera í sveitarfélaginu og er birt á heimasíðu sveitarfélagsins í kjölfar sveitarstjórnarfunda. Sveitarstjórnarfundir eru að öllu jafna annan fimmtudag í mánuði.

Vertu með í Upptaktinum

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna gefur ungu fólki tækifæri til að senda inn eigin tónsmíð og móta hana svo úr verði fullskapað tónverk sem flutt er í Hörpu í samstarfi við nemendur Listaháskóla Íslands og atvinnutónlistarfólk.

Beint streymi á styrktartónleika

Karlakór Rangæinga og sönghópurinn Öðlingarnir halda styrktartónleika í Hvolnum fyrir Konráð Helga Haraldsson sem lenti í alvarlegu bílslysi undir Eyjafjöllum í desembermánuði. Tónleikarnir hefjast kl 16:00 þann 12.janúar. Aðgangur verður ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum á tónleikunum.

Sveitarfélögin í Rangárvallasýslu krefjast lausna við læknaskorti

Málefni heilsugæslu Rangárþings hafa verið til mikillar umræðu undanfarin misseri vegna vanda við að manna stöður lækna í héraðinu. Sú staða hefur reglulega komið upp að enginn læknir sé á vakt á stóru svæði á Suðurlandi. Þetta hefur skapað aukið álag á annað heilbrigðisstarfsfólk og óöryggi fyrir íbúa og þann gríðarlega fjölda ferðamanna sem fer um svæðið.

333. fundur sveitarstjórnar Rangárþings eystra

333. fundur sveitarstjórnar verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 9. janúar 2025 og hefst kl. 12:00

Aðgengi við sorptunnur

Starfsmenn Sorpstöðvar Rangárvallasýslu b.s. vilja koma þeim tilmælum til íbúa að hreinsa vel frá sorptunnum
  • Velkomin heim

    Sjáðu viðtöl við íbúa sveitarfélagsins

Samstarfsaðilar