Fréttir og tilkynningar

Rok og rusl

Eftir síðasta rok hefur töluvert magn af léttu rusli fokið til í nærumhverfi okkar. Mikið af rusli hefur staðnæmst í beðum garða og við trjágróður. Þetta er bæði sjónmengun og getur haft neikvæð áhrif á dýralíf og náttúru.

Ekki tímabært að stofna þjóðgarð í Þórsmörk

Starfshópur umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins hefur skilað skýrslu um fýsileika þess að stofna þjóðgarð í Þórsmörk. Meginniðurstaða hópsins, sem skipaður var í framhaldi af beiðni frá sveitarfélaginu Rangárþingi eystra, er sú að ekki sé tímabært að leggja til stofnun þjóðgarðs að svo komnu máli.

Tökum höndum saman gegn sóun

Vissir þú að á grenndarstöðvunum okkar hér í Rangárþingi safnast að jafnaði um 1.200 kíló af textíl í hverjum einasta mánuði? Þetta er talsvert magn þegar horft er til íbúafjölda og sýnir svart á hvítu hversu mikið af fatnaði og öðrum textíl við látum frá okkur.

Heitavatnslaust á Hvolsvelli og nágrenni 9.desember

Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust á Hvolsvelli og nágrenni þann 9. desember frá klukkan 09:30 til klukkan 19:00. Sjá nánar á heimasíðu Veitna www.veitur.is

Jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga

Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður sunnudaginn 14. desember n.k frá kl. 12-15 í Bolholtsskógi á Rangárvöllum.

294.fundur Byggðarráðs

294. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, fimmtudaginn 4. desember 2025 og hefst kl. 08:15
  • Velkomin heim

    Sjáðu viðtöl við íbúa sveitarfélagsins

Samstarfsaðilar