Síðasta vika hefur einkennst af mikilli umhverfisvitund og samstöðu, bæði hér í Rangárþingi eystra og á landsvísu, þar sem hinn árlegi plokkdagur sveitarfélagsins og Stóri plokkdagurinn fóru fram með glæsibrag. Íbúar sýndu einstakan áhuga og lögðu sitt af mörkum til að fegra umhverfið, sem endurspeglar þann sterka vilja sem býr í samfélaginu til að halda náttúrunni hreinni.