Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra.

 

Dílaflöt – nýtt deiliskipulag

Tillagan gerir ráð fyrir tveimur nýjum lóðum úr landi Dílaflatar, önnur 10,7a ha og hin 4,29 ha. Innan skipulagssvæðisins er fyrirhugað að hafa allt að 12 gestahús fyrir ferðamenn ásamt þjónustuhúsi og gufubaði. Heimilt veður að byggja 30-80 m2 gestahús með hámarks mænishæð verður allt að 4, 0 m frá gólfkóta.

 

Ofangreinda deiliskipulagstillögu er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 25.júlí 2023. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 31.ágúst nk. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli.

 

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eru kynntar sameiginlega skipulagslýsingar að annars vegar gerð deiliskipulags og hins vegar breytingar á aðalskipulagi Rangárþings eystra.

Dílaflöt – breyting á aðalskipulagi

Um er að ræða breytingu á landnotkun á ca. 15 ha af landbúnaðarlandi (L) í verslun- og þjónustu (VÞ). Fyrirhugað er að byggja upp lítil gestahús til útleigu til ferðamanna.

 

Eystra-Seljaland – breyting á aðalskipulagi

Um er að ræða breytingu á landnotkun á ca. 25 ha úr landbúnaðarlandi (L) í verslun- og þjónustu (VÞ). Gert er ráð fyrir hótel- og veitingaþjónustu ásamt uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir starfsfólk.

 

Stóra-Mörk – breyting á aðalskipulagi

Um er að ræða breytingu á landnotkun á ca. 23 ha svæði úr landi Stóru-Merkur 1 úr landbúnaðarlandi (L) í afþreyingar- og ferðamannasvæði (AF), á ca. 27 ha svæði úr landi Stóru-Merkur 3 úr landbúnaðarlandi L) í skógræktar- og landgræðslusvæði (SL) og á ca. 3,4 ha svæði úr landi Stóru-Merkur 3B úr landbúnaðarlandi (L) í verslun- og þjónustu (VÞ).

 

Ofangreinda skipulagslýsingar verða kynntar fyrir almenningi með opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa að Austurvegi 4, Hvolsvelli, miðvikudaginn 9.ágúst n.k. kl. 10:00 til 12:00.

Einnig verða tillögurnar aðgengilegar á heimasíðu Rangárþings eystra, www.hvolsvollur.is. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við skipulagslýsingarnar og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 31.ágúst 2023.

 

F.h. Rangárþings eystra

Þóra Björg Ragnarsdóttir

Fulltrúi skipulags- og byggingarsviðs Rangárþings eystra