Nú fer að líða að jólum og við leitum að fallegu grenitré til að prýða miðbæjartúnið okkar. Það er hefð hjá okkur að óska eftir því að einhver í sveitarfélaginu, sem er með grenitré í garðinum sínum og vill losna við það, gefi það til okkar.
Kvennaganga á Þríhyrning í tilefni af bleikum október. Sunnudaginn 27. október. Mæting við Söluskála N1 Hvolsvelli kl. 10, sameinast í bíla og ekið að upphafsstað göngu. Gangan tekur um 3 - 4 klst og er um 5 - 6 km. Gengið verður rólega upp á fyrsta tind og síðan mun endanlegt leiðaval og vegalengd fara eftir hópi og veðri. Munið nesti og göngustafi. Umsjón: Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir.
Á Bleika deginum hvetjum við landsmenn til að vera bleika - fyrir okkur öll bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu.
Símatími fellur einnig niður hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa á fimmtudag og föstudag en fyrirspurnum er bent á bygg@hvolsvollur.is þar sem þeim verður svarða við fyrsta tækifæri.
Eins og flestir hundaeigendur á svæðinu vita var sett upp í sumar hundagerði við kirkjugarðinn á móts við Miðhús eins og sjá má hér fyrir ofan.