Það var mikið um að vera í morgun á skrifstofunni okkar þegar Guðlaugur Þór, umhverfis- orku og loftlagsráðherra kom ásamt gestum til að kynna nýja stofnun sem staðsett verður á Hvolsvelli. Náttúruverndarstofnun verður með höfuðstöðvar í ráðhúsi Rangárþings eystra og munu alls 75 starfsmenn vinna hjá stofnuninni víðsvegar um landið. Þá var líka sagt frá því að Gestur Pétursson yrði nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar.
Á fimmtudaginn 26.september hefst aftur tungumálakaffið á bókasafninu á Hvolsvelli. Tungumálakaffið verður á hverjum fimmtudegi.  Markmið viðburðarins er að aðstoða erlenda íbúa við að ná tökum á því að tala íslensku. Íslenskumælandi íbúar eru sérstaklega hvattir til að mæta.
263. fundur Byggðarráðs verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins, þriðjudaginn 17. september 2024 og hefst kl. 08:15
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem SASS mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2024.
Á síðasta ári var stafrænt pósthólf á island.is tengt við embætti skipulags- og byggingafulltrúa Rangárþings eystra. Nú ættu því ættu öll skjöl sem tengjast embættinu að vera aðgengilega á island.is