Rangárþing eystra auglýsir lausan til umsóknar skólaakstur við Hvolsskóla. Skv. núverandi fyrirkomulagi er um að ræða akstursleið í Austur-Landeyjum. Akstursleiðir geta þó verið breytilegar eftir notkun og þörf hverju sinni.
Auglýst er eftir rekstraraðila til að sjá um anddyri/sal Rangárhallar. Rekstraraðili hefur salinn á leigu og sér um rekstur, þrif og umsjón í samráði við stjórn Rangárhallar. Salurinn er frátekinn fyrir viðburði félagsins (suðurlandsdeild, stórsýning á skírdag, æskulýðssýning) auk stærri funda sem ekki rúmast í smærri sal. Slíkir viðburðir verða tilkynntir með góðum fyrirvara.
Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsmanni í félagslega heimaþjónustu í Rangárþingi, og sumarafleysingar í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi.
Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir verktaka til að sinna hlutverki verkefnastjóra til að stýra innleiðingu á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Rangárþing eystra auglýsir lausar stöður verkstjóra, flokkstjóra og starfsmenn hjá Áhaldahúsi við Ormsvöll.