Auglýst er eftir rekstraraðila til að sjá um anddyri/sal Rangárhallar. Rekstraraðili hefur salinn á leigu og sér um rekstur, þrif og umsjón í samráði við stjórn Rangárhallar. Salurinn er frátekinn fyrir viðburði félagsins (suðurlandsdeild, stórsýning á skírdag, æskulýðssýning) auk stærri funda sem ekki rúmast í smærri sal. Slíkir viðburðir verða tilkynntir með góðum fyrirvara.
Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir eftir starfsmanni í félagslega heimaþjónustu í Rangárþingi, og sumarafleysingar í Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi.
Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir eftir verktaka til að sinna hlutverki verkefnastjóra til að stýra innleiðingu á lögum um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Rangárþing eystra auglýsir lausar stöður verkstjóra, flokkstjóra og starfsmenn hjá Áhaldahúsi við Ormsvöll.
Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og nöfn umsækjenda verða ekki birt.