Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og nöfn umsækjenda verða ekki birt.
Vilt þú eiga þátt í mótun og innleiðingu farsældar barna? Langi þig að vinna í lifandi umhverfi að mikilvægum og fjölbreyttum verkefnum sem auka lífsgæði í samfélaginu á Suðurlandi, þá er þetta starfið fyrir þig.
Rangárþing eystra auglýsir laust til umsóknar 100% starf aðstoðarmanns byggingarfulltrúa. Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa starfar með skipulags- og byggingarfulltrúa við almenna meðferð byggingarmála samkvæmt lögum um mannvirki svo sem við móttöku og yfirferð séruppdrátta, úttektir, mælingar, samskipti við umsækjendur, hönnuði, stofnanir og fleira. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til þess að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf.
Rangárþing eystra óskar eftir að ráða jákvæðan og drífandi einstakling í starf umhverfis- og garðyrkjustjóra sveitarfélagsins. Um fjölbreytt framtíðarstarf er að ræða sem krefst góðrar færni og útsjónarsemi við að viðhalda fögru umhverfi í sveitarfélaginu.
Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. óskar eftir að ráða verkamann við sorpmóttöku í 100% starfshlutfall á móttökustöðina á Strönd.