259. fundur 09. janúar 2020 kl. 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri
  • Elín Fríða Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Jón Viðarsson aðalmaður
  • Lilja Einarsdóttir oddviti
  • Rafn Bergsson aðalmaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Fundarstjóri óskar eftir leyfi fundarmanna til að bæta við á dagskrá lið 2, Styrkumsókn vegna sérverkefnis á sviði umhverfismála og lið 5 Krónan; Festi; Sátt við Samkeppniseftirlit. Aðrir liðir færast til samræmis.Samþykkt samhljóða.

1.Málefni Hsu í Rangárþingi eystra

2001020

Sveitarstjórn þakkar Díönu og Ara fyrir góðan og upplýsandi fund.

2.Styrkumsókn vegna sérverkefnis á sviði umhverfismála

1912002

Sveitarstjórn fagnar frumkvæði Smáratúns í þágu umhverfismála.
Sveitarstjórn samþykkir að styðja við verkefnið með því að lána ílát á meðan á rannsókninni stendur. Auk þess er sveitarstjóra falið að kanna möguleika á frekari aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu með það að sjónarmiði að verkefnið skili samfélagslegum ávinningi.
Samþykkt samhljóða.

3.Úttekt á vegum í Rangárþingi eystra

1909107

Erindi frestað til næsta fundar.

4.Þorrablótshald í íþróttahúsinu á Hvolsvelli

2001015

Miðað við innsend gögn hefur þorrablót á Hvolsvelli verið rekið með tapi undanfarin ár, vegna leigukostnaðar við búnað sem blótshald í íþróttahúsinu krefst. Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við formann þorrablótsnefndar um mögulega lausn á málinu.
Samþykkt samhljóða.

5.Ósk um kaup á landi

2001005

Umrætt land hefur sveitarfélagið nýlega keypt af Héraðsnefnd Rangæinga. Sveitarstjórn telur mikilvægt að selja ekki land sem er í nágrenni við þéttbýlið Hvolsvöll og er því ósk um kaup á landi hafnað. Komi einhvertíman til þess að sveitarstjórn ákveði að selja hlut af landi sínu verður það auglýst opinberlega til sölu.
Samþykkt samhljóða.

6.Krónan; Festi; Sátt við Samkeppniseftirlit

1912035

Sveitarstjóra og oddvita falið að leita annarra lausna í málinu, með hagsmunum íbúa að leiðarljósi.
Samþykkt samhljóða.

7.Héraðssambandið Skarphéðinn; Beiðni um fjárstuðning fyrir 2020

2001011

Sveitarstjórn samþykkir að styrkja HSK um 100 kr. á hvern íbúa sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.

8.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2020

2001019

Sveitarstjórn sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðni að svo stöddu.
Samþykkt samhljóða.

9.Tvöföld skólavist

1912049

Lagt fram erindi forstöðumanns Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til hugmynda um tvöfalda skólavist. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barns í leik- eða grunnskóla, dags. 1. október 2019.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra er sammála þeirri afstöðu sem kemur fram í niðurstöðu álits Sambands íslenskra sveitarfélaga og telur að hafna eigi slíkum beiðnum.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Lilja Einarsdóttir formaður Fræðslunefndar grunn- og leikskóla verði tilnefnd sem tengiliður Rangárþings eystra við forstöðumann skólaþjónustu.
Samþykkt samhljóða.

10.Umsögn; Austurvegur 10; rekstrarleyfi

2001023

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Samþykkt samhljóða

11.Umsögn; Tækifærisleyfi; Þorrablót Gunnarshólma

2001025

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.
Fylgiskjöl:

12.1. fundur verkefnahóps um mat á sameiningu sveitarfélaga

1912045

Fundargerð 1. fundar starfshóps um mat á smeiningu sveitarfélaga staðfest.
Samþykkt samhljóða.

13.Skipulagsnefnd - 80

1912001F

Fundargerð samþykkt samhljóða í heild sinni.
  • Skipulagsnefnd - 80 Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 20. nóvember sl. með athugasemdarfresti til 1. janúar sl. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingartíma tillögunnar. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram engar vísbendingar um fornleifar finnist á skipulagssvæðinu en vakin er athygli á garði sem liggur vestan og norðan við hið skipulagða svæði. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Minjastofnunar um að mikilvægt sé að garðinum verði ekki raskað að óþörfu. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að skv. vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands séu vistgerðir með hátt verndargildi innan skipulagssvæðis ásamt ríku fulgalífi. Að auki bendir Umhverfisstofnun á að tillagan muni hafa umtalsvert rask í för með sér í formi vegagerðar, bílastæða, húsbygginga o.s.frv. Skipulagsnefnd bendir á að Náttúrufræðistofnun Íslands var sérstaklega fengin til þess að skoða umrætt svæði m.t.t. áhrifa á votlendi og vistkerfi svæðisins. Í umsögn Náttúrufræðstofnunar er ekki gerð athugasemd við umfang eða staðsetningu skipulagssvæðis. Að mati Náttúrufræðistofnunar er verndargildi þess svæðis sem er innan deiliskipulagsreits mjög takmarkað og ekki sé ástæða til að gera athugasemd við þessa framkvæmd með það í huga. Kostur við svæðið er að stutt er inn á vegi og þarf því ekki að koma til mikillar vegalagningar yfir mýrarsvæði. Skiplagsnefnd bendir á að óhjákvæmilega hafi framkvæmdin rask í för með sér en að því verði haldið í algjöru lágmarki meðan á framkvæmdatíma stendur. Í umsögn Vegagerðarinnar er bent á að halda skuli fjölda tenginga við þjóðvegi í lágmarki og vanda skuli útfærslu þeirra í samræmi við gildandi veghönnunarreglur. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Vegagerðarinnar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar. Sveitarstjórn samþykkir deiliskipulagstillöguna á Fornhaga og að hún verði send skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 80 Aðalskipulagsbreytingin hefur verið auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umsagnarfrestur liðinn. Umsagnir bárust frá lögboðnum umsagnaraðilum. Í umsögn Minjastofnunar Íslands kemur fram engar vísbendingar um fornleifar finnist á skipulagssvæðinu en vakin er athygli á garði sem liggur vestan og norðan við hið skipulagða svæði. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemd Minjastofnunar um að mikilvægt sé að garðinum verði ekki raskað að óþörfu. Í umsögn Umhverfisstofnunar er bent á að skv. vistgerðarkorti Náttúrufræðistofnunar Íslands séu vistgerðir með hátt verndargildi innan skipulagssvæðis ásamt ríku fulgalífi. Að auki bendir Umhverfisstofnun á að tillagan muni hafa umtalsvert rask í för með sér í formi vegagerðar, bílastæða, húsbygginga o.s.frv. Skipulagsnefnd bendir á að Náttúrufræðistofnun Íslands var sérstaklega fengin til þess að skoða umrætt svæði m.t.t. áhrifa á votlendi og vistkerfi svæðisins. Í umsögn Náttúrufræðstofnunar er ekki gerð athugasemd við umfang eða staðsetningu skipulagssvæðis. Að mati Náttúrufræðistofnunar er verndargildi þess svæðis sem er innan deiliskipulagsreits mjög takmarkað og ekki sé ástæða til að gera athugasemd við þessa framkvæmd með það í huga. Kostur við svæðið er að stutt er inn á vegi og þarf því ekki að koma til mikillar vegalagningar yfir mýrarsvæði. Skiplagsnefnd bendir á að óhjákvæmilega hafi framkvæmdin rask í för með sér en að því verði haldið í algjöru lágmarki meðan á framkvæmdatíma stendur. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt og send til staðfestingar Skipulagsstofnunar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar. Sveitarstjórn samþykkir aðalskipulagsbreytinguna á Fornhaga og að hún verði sendi Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd - 80 Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun á lóðinni Ormsvöllur 6b. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir úthlutun á lóðinni Ormsvöllur 6b.
  • Skipulagsnefnd - 80 Að mati skipulagsnefndar er um óverulega breytingu á deiliskipulagi að ræða og meginforsendur breytinganna liggja fyrir í aðalskipulagi Rangárþings eystra. Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir að deiliskipulagstillagan á Þingheimum verði afgreidd skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með grenndarkynningu.
  • Skipulagsnefnd - 80 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagsgerð verði heimiluð. Skipulagsnefnd samþykkir framkomna skipulagslýsingu og að hún verði kynnt fyrir almenningi og send til umsagnar til lögboðinna umsagnaraðila skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir framkomna skipulagslýsingu á nýju deiliskipulagi ofanbyggðarvegs og heimilar deiliskipulagsgerð. Sveitarstjórn samþykkir að gerð verði breyting á aðalskipulagi sem unnin verði samhliða deiliskipulaginu.
  • Skipulagsnefnd - 80 Skipulagsnefnd samþykkir úthlutun á lóðinni Ormsvöllur 15 með fyrirvara um að, fyrir 1. júlí 2020, verði grenndarstöð Sorpstöðvar Rangárvallasýslu fundinn framtíðar staðsetning. Að öðrum kosti fellur úthlutun lóðarinnar úr gildi frá og með sama tíma. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulagsnefndar og samþykkir úthlutun lóðarinnar Ormsvöllur 15 með þeim fyrirvörum sem um er getið í fyrrgreindri bókun.

14.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 62

1912002F

Fundargerð 62. fundar stjórnar Brunavarna Rangárvallasýslu staðfest.
Samþykkt samhljóða.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 62 Jón Sæmundsson frá Verkís fer yfir núverandi stöðu framkvæmda. Farið yfir útboðsgögn sem hafa verið unnin. Stjórn samþykkir að útboð 2. verkhluta, Dynskálar 49, Hellu - Frágangur, verði auglýst 17. desember. Tilboð verði opnuð 21. janúar og verklok verði þann 15. maí 2020.
    Samþykkt samhljóða.

15.Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 45

1912004F

Fundargerð 45. fundar Fræðslunefndar grunnskóla og leikskóla staðfest.
Samþykkt samhljóða.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 45 Starf leikskólans Arkar gengur vel. Jafnt og þétt er verið að aðlaga börn 12 mánaða og eldri. Enginn biðlisti og mönnun góð.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 45 Drög löggð fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 45 Birna fer yfir daglegt starf í Hvolsskóla. Allt í föstum skorðum og gengur ágætlega. Mönnun er góð.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 45 Birna fer yfir niðurstöður PISA á landsvísu. Ekki eru samanburðarniðurstöður fyrir Hvolsskóla til að bera saman við. Miklar umræður sköpuðust varaðandi aðgerðir til að bæta læsi og þrautsegju nemenda.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 45 Nefndin hvetur skólastjórnendur til að sækja um í sjóðinn séu einhver verkefni framundan sem falla undir auglýst áhersluverkefni.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 45 Rætt um hugmyndir að tilnefningu verkefnis.
  • Fræðslunefnd grunnskóla og leikskóla - 45 Næsti fundur fræðslunefndar ákveðinn miðvikudaginn 15. janúar klukkan 14:00. Haldinn í Hvolsskóla.

16.208. fundur stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu

2001010

Fundargerð 208. fundar stjórnar Sorpstöðvar Rangárvallasýslu staðfest.
Samþykkt samhljóða.

17.Héraðsnefnd Rangæinga; 4. fundur 5.12.19

1912027

Fundargerð 4. fundar Héraðsnefndar Rangárvallasýlsu staðfest.
Samþykkt samhljóða.

18.201. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands

2001012

Lagt fram til kynningar.

19.551. fundur stjórnar SASS; 29.11.2019

2001016

Lagt fram til kynningar.

20.5. fundur stjórnar Skógasafns

2001024

Lagt fram til kynningar.

21.Samband íslenskra sveitarfélaga; 877. fundur stjórnar

2001013

Lagt fram til kynningar.

22.Ályktun v. kjara leikskólakennara

1912047

Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjórn áréttar að samningsumboð f.h. sveitarfélaga hefur Samband Íslenskra sveitarfélaga. Í Rangárþingi eystra hefur þó verið á undanförnum árum hlúð vel að starfsumhverfi leikskólakennara. Styrkir til menntunnar hafa verið veittir og undirbúningstími kennara sem og ófaglærðra starfsmanna hefur verið lengdur umfram samninga. Tilraunaverkefni varðandi styttingu vinnuvikunnar er við líði á leikskólanum. Mönnun er umfram lágmarksþörf og fjöldi nemenda á deild færri en hámörk leyfa. Menntunarstig starfsmanna innan leikskólans er hátt og er sveitastjórn stolt af starfseminni og sínum starfsmönnum.

23.Consensa, kynning á útboðsþjónustu

2001014

Lagt fram til kynningar.

24.Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum

2001022

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að vinna að endurskoðun og breytingum á samþykktum sveitarfélagsins í samræmi við ábendingar.
Samþykkt samhljóða.

25.Safnmappa; þingsályktanir og frumvörp til umsagnar 2020

2001021

Sveitarstjóra falið að senda inn umsögn við frumvörp um stofnun Miðháhlendisþjóðgarðs og þjóðgarðastofnun í samræmi við umræður á fundi.
Samþykkt samhljóða.

26.Ný umferðarlög taka gildi um áramótin

2001018

Lagt fram til kynningar.

27.Breytingar á gjaldskrá Landskerfis bókasafna hf. á árinu 2020

2001017

Lagt fram til kynningar.

28.Aukafundaseta sveitarstjórnamanna 2019

1906053

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.