45. fundur 18. desember 2019 kl. 14:00 - 16:00 í Hvolsskóla
Nefndarmenn
  • Lilja Einarsdóttir formaður
  • Esther Sigurpálsdóttir
  • Páll Eggertsson
  • Arnar Gauti Markússon
  • Rafn Bergsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Nanna Fanney Björnsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Nanna Fanney Björnsdóttir Markaðs- og kynningarfulltrúi
Dagskrá

1.Leikskólinn Örk; almenn málefni

1910078

Starf leikskólans Arkar gengur vel. Jafnt og þétt er verið að aðlaga börn 12 mánaða og eldri. Enginn biðlisti og mönnun góð.

2.Áfallaáætlun Leikskólans Arkar

1912042

Drög löggð fram til kynningar.

3.Hvolsskóli; almenn mál

1910083

Birna fer yfir daglegt starf í Hvolsskóla. Allt í föstum skorðum og gengur ágætlega. Mönnun er góð.
Aðrir fulltrúar á fundinum voru:
Sólbjört Sigríður Gestsdóttir leikskólastjóri, Birna Sigurðardóttir skólastjóri, Pálína Björk Jónsdóttir sem fullltrúi kennara í Hvolsskóla, Andrea Hrund Bjarnadóttir sem fulltrúi starfsmanna leikskólans Arkar og Ólafur Þórisson fulltrúi foreldrafélags Hvolsskóla.

4.PISA 2018 - Helstu niðurstöður á Íslandi

1912040

Birna fer yfir niðurstöður PISA á landsvísu. Ekki eru samanburðarniðurstöður fyrir Hvolsskóla til að bera saman við. Miklar umræður sköpuðust varaðandi aðgerðir til að bæta læsi og þrautsegju nemenda.

5.Sprotasjóður; umsóknir um styrki

1912039

Nefndin hvetur skólastjórnendur til að sækja um í sjóðinn séu einhver verkefni framundan sem falla undir auglýst áhersluverkefni.

6.Menntaverðlaun Suðurlands 2018; óskað eftir tilnefningum

1912041

Rætt um hugmyndir að tilnefningu verkefnis.

7.45. fundur fræðslunefndar; önnur mál

1912043

Næsti fundur fræðslunefndar ákveðinn miðvikudaginn 15. janúar klukkan 14:00. Haldinn í Hvolsskóla.

Fundi slitið - kl. 16:00.