341. fundur 09. október 2025 kl. 12:00 - 12:46 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson aðalmaður
  • Sigurður Þór Þórhallsson
    Aðalmaður: Rafn Bergsson
  • Sigríður Karólína Viðarsdóttir aðalmaður
  • Árný Hrund Svavarsdóttir aðalmaður
  • Bjarki Oddsson aðalmaður
  • Tómas Birgir Magnússon aðalmaður
  • Guri Hilstad Ólason varamaður
    Aðalmaður: Lilja Einarsdóttir
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir ritari
  • Sigurmundur Páll Jónsson yfirmaður tæknideildar
Fundargerð ritaði: Margrét Jóna Ísólfsdóttir Skrifstofu- og fjármálastjóri
Dagskrá
Tómas Birgir Magnússon oddviti setur fund og óskar eftir athugasemdum við fundarboð.
Oddviti óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá, mál númer 22,
2510028 Fjárfestingaáætlun 2025, framvinda verkefna. Samþykkt með sjö samhjóða atkvæðum.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Gurí Hilstad Ólason í fjarveru Lilju Einarsdóttur, Sigurður Þór Þórhalsson í fjarveru Rafns Bergssonar, Bjarki Oddsson og oddviti Tómas Birgir Magnússon sem stjórnar fundi. Margrét Jóna Ísólfsdóttir sem ritar fundargerð og Sigurmundur Páll Jónsson sem sér um tækni- og útsendingarmál.

1.Minnisblað sveitarstjóra; 9. október 2025

2510012

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um helstu verkefni liðinna vikna.
Til máls tók: AKH.
Lagt fram til kynningar.

2.Tillaga um útsvarsprósentu 2026

2510014

Tillaga er um að útsvarsprósenta ársins 2026 verði óbreytt eða 14,97%.
Sveitarstjórn samþykkir að útsvarspósenta ársins 2026 verði óbreytt eða 14,97%.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

3.Kirkjuhvoll; Ársreikningur 2024

2510013

Lagður fram til umræðu og staðfestingar Ársreikningur Kirkjuhvols 2024.
Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum ársreikning Kirkjuhvols.

4.Almannavarnarnefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu; Fundargerð 6

2509075

Á 289. byggðarráðs var málið tekið fyrir og eftirfarandi bókun samþykkt: Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkja fjárhagsáætlun almannavarnarnefndar fyrir árið 2026 eins og hún er sett fram í 4 lið fundargerðar.

Sveitarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum fjárhagsáætlun almannavarnanefndar árið 2026.

5.Eyvindarhólar; Ósk um umsöng á grundvelli 10. gr. jarðalag

2509071

Lögð fram umsagnarbeiðni Atvinnu og nýsköpunarráðuneytisins dagsett 25. ágúst 2025. Óskað er eftir umsögn á kaupum Erlu Þorsteinsdóttur, á 16% hlut í jörðinni Eyvindarhólar I. Óskað er eftir umsögn Rangárþings eystra vegna málsins sbr. 10 gr. jarðarlaga nr. 81/2004.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra gerir ekki athugasemd við kaup Erlu Þorsteinsdóttur á 16% hlut í jörðinni Eyvindarhólar I enda er ljóst skv. umsókn Erlu að fyrirhuguð nýting jarðarinnar er almennur búrekstur, hrossarækt, ferðaþjónusta, skógrækt og tengd starfsemi. Auk þess eru áform um viðhald og uppbyggingu eigna á jörðinni og samvinnu við Veiðifélag Skógaár.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

6.Ályktun Skógræktarfélags Íslands um skógræktarsvæði í aðalskipulagi sveitarfélaga

2509077

Skógræktarfélag Íslands hvetur sveitarfélög landsins til að setja fram með skýrum hætti í aðalskipulagi hvar megi stunda landbúnað með nýskógrækt og hvar ekki.

Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið. Að mati skipulags- og umhverfisnefndar eru skilmálar skógræktar- og landgræðslusvæðis nokkuð skýrir, sjá kafla 2.4.2 í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Nefndin leggur þó áherslu á það að þau landssvæði sem fyrirhugað er að fara í skógrækt á sé skoðuð vel og aðstæður metnar hverju sinni. Nýlega samþykkti Rangárþing eystra breytta skilmála um áfangaskiptingu framkvæmda sem á einnig við um umræddan landnotkunarflokk en þar kom upp umræða um hvort að skilmálarnir væru of strangir og hvenær að skógrækt væri ekki hluti af landbúnaðarstarfsemi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að kaflinn verði endurskoðaður við næstu endurskoðun aðalskipulags Rangárþings eystra.
Sveitarstjórn þakkar erindið og staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

7.Umsögn um mat á umhverfisáhrifum - Seljalandssel

2509080

Fyrirhugað er að byggja hótel fyrir 240 gesti ásamt starfsmannaíbúðir fyrir 80 manns. Heildar byggingarmagn er 10.000 m².

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við drög að umsögn um mat á umhverfisáhrifum og leggur til við Skipulagsstofnun og sveitarstjórn að fresta afgreiðslu málsins þar til að aðalskipulagsbreyting og deiliskipulagstillaga hefur verið samræmd.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og frestar afgreiðslu málsins.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

8.Framkvæmdarleyfi - Efnistilfærsla í Bakkakotsá

2509070

Vegagerðin óskar eftir framkvæmdarleyfi vegna efnistilfærsu í Bakkakotsá úr landi Efra-Bakkakot, L163653. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfi verði veitt án grenndarkynningar þar sem samþykki landeigenda liggur fyrir.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

9.Aðalskipulag - Miðeyjarhólmur

2404212

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að taka um 150 ha úr landbúnaðarlandi (L1 og L2) í skógræktarsvæði (SL).

Skipulagsstofnunn gerði athugasemd við afgreiðslu málsins skv. umsögn sinni dags. 3. júlí 2025, þar sem stofnunin telur breytinguna ekki vera í samræmi við ákvæði aðalskipulag sveitarfélagsins. Tillagan hefur verið endurskoðuð í samráði við landeigendur og í kjölfarið hefur skipulagssvæðið verið minnkað úr 149,7 í 105,6 ha. til að vernda úrvals landbúnaðarland. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að komið hafi verið við móts við umsagnir með því að afmarka skógræktarsvæðið á lakara landbúnaðarland. Ný afmörkun er nú á svæði sem var flokkað í grunnflokkun landbúnaðarlands í L2 sem er gott landbúnaðarland en ekki L1, úrvals landbúnaðarland. Svæðið sem var fjarlægt úr afmörkuninni var að mestu flokkað sem L1, úrvals landbúnaðarland. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

10.Aðalskipulag - Ytri-Skógar, ÍB23

2508066

Með aðalskipulagsbreytingunni er verið að breyta íbúðarbyggð, ÍB23 sem er hluti af þéttbýlissvæði Skóga. Verið er að hækka íbúðafjölda úr 5 í 16 íbúðir.

Aðalskipulagslýsingin send til lögbundinna umsagnaraðila og kynnt frá 12.september til og með 30. september 2025 ásamt opnu húsi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa þann 24. september sl. Vegagerðin gerir ekki athugasemd við lýsinguna ásamt Brunavörnum Rangárvallasýslu. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands áskilur sér rétt til að koma með ábendingar á síðari stigum málsins. Náttúruverndarstofnun bendir á fornminjar austan megin við svæðið og að mannvirki skulu falla vel að landslagi og ásýnd staðarins. Stofnunin bendir einnig á nálægð við Skógarfoss og friðlýst svæði umhverfis hann. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði send til Skipulagsstofnunnar til yfirferðar fyrir auglýsingu skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunnar til yfirferðar fyrir auglýsingu í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

11.Deiliskipulag - Traðarland 2

2502019

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir tveimur byggingarreitum fyrir allt að níu gestahús. Hámarksbyggingarmagn er 450 m² heimild fyrir 4-6 gesti í hverju húsi. Mænistefna er frjáls en þakhalli skal vera 0-45°.

Deiliskipulagstillagan var send til lögbundinna umsagnaraðila og auglýst frá 14. mars til og með 28. apríl 2025. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni sem gera ekki athugasemd við tillöguna og Veðurstofa Íslands bendir mögulegt Kötluhlaup. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bendir á fjarlægð frá Eyjafljóti sem er minna en 50 metrar, að tillagan gerir ekki ráð fyrir fastri búsetu, möguleg áhrif á vatnshlot og hverfisvernd 11. Náttúruverndarstofnun gerir athugasemd vegna votlendis og verndun vistgerða og fuglalífs. Minjastofnun Íslands bendir á fornleifar innan byggingarreits sem nú hafa verið afmarkaðar á uppdrætti. Í ljósi umsagna hefur fyrirhugaður byggingarreitur verið færður nær heimreið Traðarlands og gestahús fækkað úr níu í sex. Brugðist hefur verið við öðrum athugasemdum m.a. með því að bæta við kafla um vatnshlot, vísa í viðbragðsáætlun sem er í gildi vegna mögulegs hlaups. Skipulags- og umhverfisnefnd bendir sveitarstjórn á að landeigandi er með skráða búsetu í sveitarfélaginu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofnunnar til yfirferðar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

12.Deiliskipulag - Móbakki

2509029

Landeigandi óskar eftir heimild til deiliskipulagsgerðar við Móbakka, L238089. Með tillögunni er gert ráð fyrir 1.500 m² dýraspítala neð reiðskemmu, 350 m² íbúðarhús og tíu 60 m² gestahúsum.

Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að deiliskipulagstillagan er ekki skv. skilmálum aðalskipulags. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að breyting á aðalskipulagi verði heimiluð ásamt deiliskipulagsgerð með fyrirvara um jákvæða umsögn Skógræktarfélags Rangæinga.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og heimilar að breyting á aðalskipulagi fyrir Móbakka ásamt deiliskipulagsgerð fyrir svæðið.

13.Deiliskipulag - Langanesbyggð (frá 1995-2002)

2404183

Deiliskipulagsbreytingin tekur til 40 lóða við Langanesbyggð, F1. Heimilt verður að reisa allt að 4 hús, eitt frístundarhús, gestahús, geymslu og gróðurhús. Mænisstefna og húsgerðir eru frjálsar en hámarkshæð byggingar er 5 m. Hámarksbyggingarmagn er allt að 300 m² á hverri lóð. Með deiliskipulagsbreytingunni falla gildandi deiliskipulög úr gildi.

Tillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 19. maí til og með 30. júní 2025. Umsagnir bárust frá Mílu og Veitum, lagnir í þeirra eigu liggja innan svæðisins. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Brunavarnir Rangárvallasýslu og Rarik gera ekki athugasemdir við tillöguna. Vegagerðin bendir á að málsetningu milli vegtenginga vantar á uppdrætti ásamt því að benda á að með frekari uppbyggingu á svæðinu gæti þurft að breyta skilgreiningu Móeiðarhvolsvegar úr héraðsvegi og að frekari vegtengingar verða ekki heimilaðar. Veftengingum hefur verið haldið í lágmarki og fjallað hefur verið um lagnir veitufyrirtækjanna. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofunnar til yfirferðar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

14.Deiliskipulag - Kirkjuhvollsreitur, sértækt íbúðarhúsnæði

2505070

Með breytingunni er gert ráð fyrir sértæku íbúðarhúsnæði við Öldubakka og Dalsbakka. Gert er ráð fyrir sex íbúðum og starfsmannaaðstöðu, eða allt að 600 m² á einni hæð. Hámarksmænishæð er 6,5 m. Viðbyggingarmöguleikar við Heilsugæsluna minnkar um 100 m² og hjúkrunarheimilis minnkar um 750 m² á byggingarreit B1. Byggingarreitur B2 og B3 haldast óbreyttir.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur fram minnisblað og þær tillögur sem hefur verið fjallað um. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga 3 verði auglýst skv. fyrri bókun nefndarinnar.
Til máls tóku: GHÓ, AKH, BO, TBM.
Sveitarstjórn þakkar skipulags- og umhverfisnefnd fyrir minnisblaðið og framlagðar tillögur. Sveitarstjórn staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

15.Deiliskipulag - Heylækur

2409019

Deiliskipulagstillagan tekur til tveggja lóða við Heylæk 8, L234629. Á hvorum byggingarreit verður heimilt að byggja 250 m² íbúðarhús, 50 m² gestahús og 300 m² skemmu.

Við yfirferð Skipulagsstofunnar eru gerðar tvær athugasemdir, annars vegar vegna afmörkun skipulagssvæðisns og hins vegar að byggingarreitir eru aðeins 88 m frá Fljótshlíðarvegi. Brugðist hefur verið við fyrri athugasemdinni með því að breyta afmörkun svæðisins. Það hefur verið áskorun að finna hentuga vegtenginu en með góðu samráði við Vegagerðina var niðurstaðan framlögð tillaga og að veita undanþágu á fjarlægð frá vegi en annar landeigandi tekur við sunnar á svæðinu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

16.Deiliskipulag - Dímonarflöt 1-7

2305074

Tillagan gerir ráð fyrir frístundarlóðum að Dímonarflöt 1-2 og 6-7. Heimilt verður að byggja frístundarhús, gróður- og gestahús ásamt geymslu eða skemmu. Hámarksbyggingarmagn verður allt að 300 m². Hámarkshæð og húsgerð eru að öðru leyti frjáls.

Við yfirferð skipulagsstofnunnar voru gerðar athugasemdir við deiliskipulagstillöguna vegna misræmis í aðalskipulagi og framsetningu tillögunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir að tillagan verði afgreidd í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

17.Byggðarráð - 288

2509004F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 288. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

18.Byggðarráð - 289

2509009F

Lögð fram til umræðu og staðfestingar fundargerð 289. fundar byggðarráðs.
Fundargerð staðfest í heild sinni.

19.Starfshópur um þjóðgarð í Þórsmörk

2407016

Lögð fram til kynningar skýrsla starfshóps um Þjóðgarð í Þórsmörk.
Til máls tóku: AKH, BO og TBM.
Lagt fram til kynningar.

20.Breytingar á sveitarstjórnarlögum; Boð um þátttöku í samráði

2509069

Lagt fram til kynningar, frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum.
TIl máls tóku: BO og AKH.
Lagt fram til kynningar.

21.Boð á fund með stjórn HSK; 14. október 2025

2510011

Lagt fram bréf stjórnar HSK þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúm frá sveitarfélögum. Þá er vonast til að sveitarfélögin hafi tök á því að senda fulltrúa.
Til máls tóku: TBM.
Lagt fram til kynningar.

22.Fjárfestingaáætlun 2025, framvinda verkefna

2510028

Til máls tóku: GHÓ, TBM.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:46.