2404183
Deiliskipulagsbreytingin tekur til 40 lóða við Langanesbyggð, F1. Heimilt verður að reisa allt að 4 hús, eitt frístundarhús, gestahús, geymslu og gróðurhús. Mænisstefna og húsgerðir eru frjálsar en hámarkshæð byggingar er 5 m. Hámarksbyggingarmagn er allt að 300 m² á hverri lóð. Með deiliskipulagsbreytingunni falla gildandi deiliskipulög úr gildi.
Tillagan var send til umsagnaraðila og auglýst frá 19. maí til og með 30. júní 2025. Umsagnir bárust frá Mílu og Veitum, lagnir í þeirra eigu liggja innan svæðisins. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands, Brunavarnir Rangárvallasýslu og Rarik gera ekki athugasemdir við tillöguna. Vegagerðin bendir á að málsetningu milli vegtenginga vantar á uppdrætti ásamt því að benda á að með frekari uppbyggingu á svæðinu gæti þurft að breyta skilgreiningu Móeiðarhvolsvegar úr héraðsvegi og að frekari vegtengingar verða ekki heimilaðar. Veftengingum hefur verið haldið í lágmarki og fjallað hefur verið um lagnir veitufyrirtækjanna. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send til Skipulagsstofunnar til yfirferðar og afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Oddviti óskar eftir að bæta einu máli á dagsskrá, mál númer 22,
2510028 Fjárfestingaáætlun 2025, framvinda verkefna. Samþykkt með sjö samhjóða atkvæðum.
Í fundarsalnum sitja Anton Kári Halldórsson, Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Gurí Hilstad Ólason í fjarveru Lilju Einarsdóttur, Sigurður Þór Þórhalsson í fjarveru Rafns Bergssonar, Bjarki Oddsson og oddviti Tómas Birgir Magnússon sem stjórnar fundi. Margrét Jóna Ísólfsdóttir sem ritar fundargerð og Sigurmundur Páll Jónsson sem sér um tækni- og útsendingarmál.