195. fundur 27. ágúst 2020 kl. 08:15 - 10:00 á skrifstofu sveitarfélagsins
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson varaformaður
  • Christiane L. Bahner aðalmaður
  • Rafn Bergsson formaður
Starfsmenn
  • Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Lilja Einarsdóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Gatnagerð og útboðsgögn; Norðurbyggð

2001084

Á 194. fundi byggðarráðs þann 29. júlí sl. samþykkti byggðarráð að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga til samninga við Gröfuþjónustuna á Hvolsvelli ehf og Smávélar ehf á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.
Lagður er fram undirritaður verksamningur við Gröfuþjónustuna ehf. og Smávélar ehf.
Byggðarráð staðfestir samnninginn.

2.Tæming og skráning rotþróa; Útboðs- og verklýsing

2002060

Á 268. fundi Sveitarstjórnar þann 15. júní sl. samþykkti sveitarstjórn að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Lagður fram undirritaður verksamningur við Holræsa og stífluþjónustu suðurlands.
Byggðarráð staðfestir samninginn.

3.Heilsueflandi samfélag; skipun stýrihóps

2008056

Þann 25. júní sl. var undirritðaur samstarfssamngur Rangárþings eysta og Embætti Landlæknis um Heilsueflandi samfélag.
Byggðarráð samþykkir að eftirfarandi aðilar sitji í stýrihóp fyrir innleiðingu verkefnisins;
Ólafur Örn Oddsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og forstöðum. Íþrótta mannv. Rangárþings eystra
Tinna Erlingsdóttir, fulltrúi heilsueflandi Hvolsskóla
Gyða Björgvinsdóttir, fulltrúi heilsueflandi Leikskólans Arkar
Guðrún Björk Benedikstdóttir, umhverfis- og garðyrkjufulltrúi Rangárþings eystra
Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, fulltrúi sveitarstjórnar
Páll Eggertsson, formaður Heilsu-, íþrótta- og æskulýðsnefndar
Árný Lára Karvelsdóttir, Markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings eystra
Kristrún Ósk Baldursdóttir, fulltrúi ungmennaráðs
Svavar Hauksson, fulltrúi félags eldri borgara

Jafnframt verði Ólafur Örn Oddsson formaður stýrihópsins, starfsmaður og tengiliður við Landlæknisembættið.
Samþykkt samhljóða

4.Reglur um styrki til nema í hjúkrurnarfræði; Tillaga

2008055

Byggðarráð Rangárþings eystra samþykkir að komið verði á fót verkefni til að styrkja nema í Rangárþingi eystra til náms í hjúkrunarfræði.
Markmið með verkefninu er að stuðla að fjölgun hjúkrunarfræðinga á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, en skortur hefur verið á hjúkrunarfræðingum til starfa þar og erfiðlega gengið að manna stöður líkt og víða annarsstaðar á landinu. Reglur um styrki af þessu tagi hafa verið í gildi í nokkur ár til nema í Rangárþingi eystra í leikskólakennarafræðum. Hefur árangur verið mjög góður og leikskólakennurum fjölgað frá ári til árs á Leikskólanum Örk. Er það von Byggðarráðs að hvatinn yrði sambærilegur til náms í hjúkrunarfræði.
Sveitarstjóra og hjúkrunarforstjóra falið að vinna drög að reglum fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

5.Beiðni um skólavist í sveitarfélagi utan lögheimilis 2020-2021

2008028

Byggðarráð samþykkir beiðni um skólavist utan lögheimilis.

6.Umsögn; Ásgarður breyting á rekstrarleyfi

2008050

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

7.Umsögn; Mið-Mörk, rekstrarleyfi

2008051

Sveitarstjóra falið að veita umsögn þegar umsagnaraðilar á vegum sveitarfélagsins hafa veitt sína umsögn.

8.Fjallskilanefnd Vestur Eyjafjalla; fundargerð; 06.08.2020

2008009

Byggðarráð hvetur fjallskilanefnd og alla samalamenn til að framfylgja sóttvarnarreglum vegna Covid-19 og óskar smalamönnum góðs gengis í smölun haustið 2020.
Fundargerð samþykkt samhljóða

9.Fjallskilanefnd Fljótshlíðar; 49. fundur; 04.08.20

2008006

Byggðarráð lýsir yfir ánægju með þær aðgeðir sem fjallskilanefnd hefur samþykkt til að framfylgja sóttvarnarreglum og óskar smalamönnum góðs gengis í smölun haustið 2020.
Fundargerð samþykkt samhljóða

10.Landbúnaðarnefnd - 6

2008002F

Fundargerð samþykkt í heild sinni
  • 10.1 2008012 Kosning formanns og varaformanns
    Landbúnaðarnefnd - 6 Lögð er fram tillaga um að Guðmundur Viðarsson verði kosinn formaður nefndarinnar og Ágúst Jensson varaformaður.

    Samþykkt samhljóða
  • 10.2 2008013 Landbúnaðarnefnd; Erindisbréf
    Landbúnaðarnefnd - 6 Drög að erindisbréfi Landbúnaðarnefndar Rangárþings eystra lagt fyrir nefndina.

    Samþykkt að nefndarmenn fari yfir erindisbréfið fram að næsta fundi og geri þá tillögur að breytingum ef þurfa þykir.
  • 10.3 2007025 Lausaganga bjúfjár á þjóðvegi ábending
    Landbúnaðarnefnd - 6 Landbúnaðarnefnd fékk til umfjöllunar bréf dagsett 14. júlí 2020 varðandi lausagöngu búfjár meðfram þjóðvegi 1

    Landbúnaðarnefnd lýsir yfir áhyggjum sínum á ástandi veggirðinga í sveitarfélaginu og þ.a.l. búfénaði á vegsvæði. Þeirri spurningu er ósvarað, hver er ábyrgð veghaldara á ástandi girðinga með vegum. Stenst það lög að veghaldari taki land af landeigendum og varpi síðan ábyrgð á þá um friðun vegsvæðis?

    Landbúnaðarnefnd getur ekki fallist á lausagöngubann að svo komnu máli meðfram þjóðvegi 1. Landbúnaðarnefnd hvetur búfjáreigendur að gera það sem í þeirra valdi stendur að halda búfé frá vegum og afsetja þann fénað sem sækir út á veg.

    Landbúnaðarnefnd vísar til sveitarstjórnar að skýrð verði réttindi og skyldur búfjár- og landeigenda annars vegar og veghaldara hins vegar.

    Samþykkt samhljóða
    Bókun fundar Byggðarráð leggur til að haldinn verði sameiginlegur fundur sveitarstjórnar, landbúnaðarnefndar og samgöngu og umferðarnefndar. Á fundinn verði fengnir fulltrúar frá Lögreglustjóranum á Suðurlandi og Vegagerðinni.
    Samþykkt samhljóða.

11.Menningarnefnd - 35

2008001F

Fundargerð samþykkt í heild sinni
  • Menningarnefnd - 35 Menningarnefnd Rangárþings eystra vill árétta að Kjötsúpuhátíðinni 2020 er aflýst. Þ.e. að þeir viðburðir sem að sveitarfélagið hefur staðið fyrir sl. ár eins og súpurölt, hátíðardagskrá, brekkusöngur og brenna verða ekki í ár. Menningarnefnd þykir það afar miður að taka þurfi þessa ákvörðun en vegna þeirra sóttvarnareglna sem gilda í þjóðfélaginu er ekki stætt á öðru.

    Menningarnefnd og Umhverfis- og náttúruverndarnefnd munu þó veita verðlaun fyrir Sveitarlistamann Rangárþing eystra og Umhverfisverðlaun sveitarfélagsins en þau verða veitt rafrænt.

    Menningarnefnd leggur til að fjármagn sem ekki er nýtt í ár vegna Kjötsúpuhátíðar verði lagt í súpusjóð sem mun veita fyrirfram ákveðið fjármagn til einstaklinga/hópa er vilja bjóða upp á súpu á súpuröltinu 2021.
    Bókun fundar Byggðarráð fagnar þeirri ábyrgð sem menningarnefnd tekur að aflýsa Kjötsúpuhátíð 2020 í ljósi aðstæðna. Byggðarráð áréttar að ekki hefur verið um sérstakan súpusjóð að ræða og hafnar því að stofna súpusjóð að þessu sinni.
  • Menningarnefnd - 35 Menningarnefnd þakkar kærlega fyrir metfjölda tilnefninga. Verðlaun fyrir Sveitarlistamann Rangárþings eystra 2020 verða veitt helgina 29. - 30. ágúst.
  • Menningarnefnd - 35 Menningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir umsóknum í Menningarsjóð Rangárþings eystra fyrir haustúthlutun 2020. Umsóknarfrestur verður til 11. september 2020.
  • Menningarnefnd - 35 Nínulundur: Menningarnefnd vill ítreka fyrri bókanir varðandi nauðsynlegar framkvæmdir í Nínulundi og hvetur til þess að þeim verði lokið sem allra fyrst. Núverandi staða er með öllu óviðunandi.

    Atgeir: Rætt um veitingu Atgeirsins og umræður um mögulega verðlaunahafa.

    Afrekshugur: Rætt um hvar verkefnið er statt. Markaðs- og kynningarfulltrúa falið að kanna hvað veldur töfum á ákvörðunum í málinu.

    17. júní: Rætt um aðkomu Menningarnefndar að deginum. Menningarnefnd óskar eftir samstarfi við Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa varðandi skipulagningu 17. júní hátíðarhalda 2021.

    Bókun fundar Byggðarráð gleðst yfir áhuga menningarnefndar á Nínulundi og vill árétta að heilmikil vinna hefur verið unnin í Nínulundi í sumar, þar hefur girðing verið lagfærð, gras verið slegið, unnið að lagfæringu göngustíga og hlið hafa verið löguð.

12.Skipulagsnefnd - 89

2008006F

Fundargerð samþykkt í heild
  • Skipulagsnefnd - 89 Tillagan var auglýst frá 1. júlí 2020 með athugasemdafresti til 12. ágúst 2020. Engar athugasemdir komu fram á auglýsingartíma tillögunnar. Í athugasemd Heilbrigðiseftirlits Suðurlands kemur fram að sýna þurfi staðsetningu rotþróar á uppdrætti. Einnig þurfi að fara fram frekari útfærsla á frágangi fráveitna mtt nálægðar við Grjóta. Búið er að bregðast við fyrrgreindum athugasemdum í greinargerð tillögunnar. Minjastofnun Íslands, Vegagerðin og Veðurstofa Íslands gera ekki athugasemdir við tillöguna. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun Skipulagsnefndar og samþykkir tillöguna, og að hún verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða
  • Skipulagsnefnd - 89 Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Ormsvöll þannig að hægt sé að bregðast við ósk Lögreglustjórans á Suðurlandi og Brunavarna Rangárvallasýslu um sameiningu lóðar nr. 14 við Ormsvöll við Hlíðarveg 16. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Ormsvöll mtt óska Lögreglustjórans á Suðurlandi og Brunavarna Rangárvallasýslu.
    Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 89 Skipulagsnefnd samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku allt að 20.000 m3 úr námu E-305 Efri-Hvoll. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir að veita Gröfuþjónustunni á Hvolsvelli framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku, allt að 20.000 m3 úr námu E-305 Efri Hvoll.
    Samþykkt samhljóða
  • Skipulagsnefnd - 89 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.
    Samþykkt samhljóða
  • Skipulagsnefnd - 89 Skipulagsnefnd samþykkir framkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Lambalæk. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og auglýst í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir framkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi á Lambalæk og að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða
  • Skipulagsnefnd - 89 Eftir yfirferð Skipulagsstofnunar á tillögunni eru gerðar athugasemdir við að verið sé að breyta skilmálum fyrir íbúðabyggð á Kvoslæk. Búið er að lagfæra skilmálum þannig að þeir eru óbreyttir mv. þá skilmála sem í gildi eru í íbúðabyggð á Kvoslæk. Einnig er búið að minnka umfang svæðisins þannig að íbúðalóðum er fækkað úr 10 í 6. Skiplagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt og að hún verði send aftur til Skipulagsstofnunar til staðfestingar skv. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Byggðarráð staðfestir bókun Skipulagsnefndar og samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings eystra, ásamt því að tillagan verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar skv. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða
  • Skipulagsnefnd - 89 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
    Samþykkt samhljóða
  • Skipulagsnefnd - 89 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
    Samþykkt samhljóða
  • Skipulagsnefnd - 89 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum. Bókun fundar Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og nöfnin á hinum nýju spildum.
    Samþykkt samhljóða
  • Skipulagsnefnd - 89 Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu. Bókun fundar Byggðarráð gerir ekki athugasemd við landskiptin og nafnið á hinni nýju spildu.
    Samþykkt samhljóða

13.Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 66

2008007F

Fundargerð samþykkt í heild
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 66 Lagður fram ársreikningur fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2019. Stjórn samþykkir samhljóða ársreikninginn. Bókun fundar Byggðarráð samþykkir ársreikning
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 66 Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir rekstraryfirlit Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir janúar - júlí 2020.
    Rekstur Brunavarna er talsvert undir áætlun. Skýring á því er staðan sem uppi hefur verið í samfélaginu og þar af leiðandi útköllum og æfingum fækkað til muna frá fyrri árum.
  • Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu bs. - 66 Ólafur Rúnarsson fer yfir framkvæmd við nýbyggingu slökkvistöðvar. Framkvæmdin gekk á heildina litið mjög vel og var á áætlun. Stjórn vill þakka verktaka og eftirlitsmanni fyrir vel unnin störf.
    Fyrihugað er að slökkvilið flytji starfsemi sína í nýju bygginguna helgina 29.-30. ágúst 2020. Í ljósi aðstæðna verður ekki formleg opnun né opið hús fyrr en að samkomutakmörkunum verður aflétt.
    Bókun fundar Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með hversu vel tókst til við byggingu nýrrar slökkvistöðvar.

14.78. fundur félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu; 28.08.2020

2008045

Fundargerð samþykkt í heild

15.StjórnarfundurHulu bs. 18.08.2020

2008053

Fundargerð samþykkt í heild

16.Aðalfundur Hulu bs. 18.08.2020

2008052

Byggðarráð samþykkir ársreikning Hulu 2019 fyrir sitt leiti.
Fundargerð samþykkt í heild.

17.Bergrisinn; 18. fundur stjórnar; 24.06.2020

2008035

Fundargerð staðfest.

18.ASK Rangárþings eystra; Heildarendurskoðun

1903077

Lagt fram til kynningar

20.Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2020 ósk um tilnefningu

2007038

Enn hefur ekki borist tilnefning frá Umhverfisnefnd

21.Ungmennafélag Íslands Ungt fólk og lýðræði 2020

2008026

Erindinu vísað til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa

22.Tölur um atvinnuleysi 2020

2006046

Lagt fram til kynningar

23.Þjóðskrá Íslands; Fasteignamat 2021

2008036

Lagt fram til kynningar

24.Aðalfundur Vottunarstofunnar Túns ehf. 2020

2008040

Lagt fram til kynningar

25.Samstarfssamningar sveitarfélaga; leiðbeiningar

Fundi slitið - kl. 10:00.