66. fundur 24. ágúst 2020 kl. 16:00 - 16:45 á skrifstofu Rangárþings ytra
Nefndarmenn
  • Anton Kári Halldórsson ritari
  • Hjalti Tómasson formaður
  • Guðmundur Gíslason aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Jóna Ísólfsdóttir
  • Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri
  • Valtýr Valtýsson sveitarstjóri
  • Ólafur Rúnarsson
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson Ritari
Dagskrá

1.Brunavarnir Rangárvallasýslu bs.; Ársreikningur 2019

2008041

Lagður fram ársreikningur fyrir Brunavarnir Rangárvallasýslu bs. fyrir árið 2019. Stjórn samþykkir samhljóða ársreikninginn.

2.Brunavarnir Rangárvallasýlsu bs.; Rekstraryfirlit jan-júní 2020

2008042

Margrét Jóna Ísólfsdóttir fjármálastjóri Rangárþings eystra fer yfir rekstraryfirlit Brunavarna Rangárvallasýslu bs. fyrir janúar - júlí 2020.
Rekstur Brunavarna er talsvert undir áætlun. Skýring á því er staðan sem uppi hefur verið í samfélaginu og þar af leiðandi útköllum og æfingum fækkað til muna frá fyrri árum.
Margrét Jóna Ísólfsdóttir yfirgefur fundinn.

3.Nýbygging slökkvistöðvar á Hellu

1911021

Nýbbygging slökkvistöðvar á Hellu er nú lokið. Ólafur Rúnarsson eftirlitsmaður með verkinu mætir til fundar og fer yfir framkvæmdina.
Ólafur Rúnarsson fer yfir framkvæmd við nýbyggingu slökkvistöðvar. Framkvæmdin gekk á heildina litið mjög vel og var á áætlun. Stjórn vill þakka verktaka og eftirlitsmanni fyrir vel unnin störf.
Fyrihugað er að slökkvilið flytji starfsemi sína í nýju bygginguna helgina 29.-30. ágúst 2020. Í ljósi aðstæðna verður ekki formleg opnun né opið hús fyrr en að samkomutakmörkunum verður aflétt.

Fundi slitið - kl. 16:45.