Starfsmenn óskast í sumarstörf í íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli. Um er að ræða vaktavinnu þar sem unnið er ýmist morgun-, kvöld- eða helgarvakt. Ráðningartímabil er frá miðjum maí fram í miðjan ágúst.

Viðkomandi verður að vera eldri en 18 ára, þarf að sitja sitja námskeið í skyndihjálp og björgun auk þess að ná hæfnisprófi sundlaugarvarða í sundlaug. Stundvísi, ábyrgð og hæfni í mannlegum samskiptum skilyrði.

Um er að ræða fjölbreytt starf þar sem starfsmenn skiptast á að vakta sundlaugasvæði, afgreiða og þrífa.

Fyrir nánari upplýsingar og umsóknir sendið á olafurorn@hvolsvollur.is eða hafið samband í síma 694-3073.

 

Ólafur Örn Oddsson

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Rangárþings eystra