Þann 12. mars sl. var aðalfundur íþróttafélagsins Dímon haldinn í Hvolnum á Hvolsvelli. Það hefur skapast sú hefð á aðalfundi að deildir innan íþróttafélagsins veiti viðurkenningar fyrir árangur og ástundun og svo var einnig nú. Þar sem síðasta ár einkenndist af Covid var ekki mikið um íþróttaviðburði en viðurkenningarnar í ár voru því byggðar að mestu á ástundun æfinga og framförum.

Eftirtaldir einstaklingar hlutu viðurkenningu að þessu sinni.

Ívar Ylur Birkisson fyrir badminton og körfubolta

Guðný Ósk Atladóttir fyrir blak

Emma Guðrún Bahner og Kristján Birgir Eggertsson fyrir borðtennis

Valur og Jens Eyvindur Ágústssynir fyrir glímu

Þorgerður Rán Þorkelsdóttir og Sigurþór Árni Helgason fyrir ringó.

Á meðfylgjandi mynd eru þau sem hlutu viðurkenningu ásamt Sigurði Kristjáni Jenssyni, formanni Dímon.